• 00:01:05Stríðið á Gaza
  • 00:08:21Pólsku þingkosningarnar
  • 00:13:36Stöðumælavörður
  • 00:19:31Maus

Kastljós

Gaza, Pólland, stöðumælavörður og Maus

Við ræðum stöðuna í stríðinu á Gaza og tölum við Erling Erlingsson, hernaðarsagnfræðing, um ástandið og horfurnar.

Við rýnum einnig í niðurstöður pólsku þingkosninganna stjórnarandstöðuflokkarnir í Póllandi hafa lýst yfir sigri í nýafstöðnum kosningum. Leiðtogi hennar, Donald Tusk, talar um sigur frelsis og lýðræðis og endurfæðingu Póllands. Met var slegið í kosningaþátttöku sem ekki hefur verið meiri frá falli kommúnismans. Margrét Adamsdóttir fréttmaður fræðir okkur um stöðuna.

Stöðumælaverðir eru ekki alltaf vinsælir og eiga það til yfir sig skítkast fyrir það eitt vinna sína vinnu. Óðinn Svan fór á röltið með einum fyrir norðan og fékk vita allt um líf stöðumælavarða.

Allt sem þú lest er lygi er kannski þekktasta lína hljómsveitarinnar Maus sem fagnar 30 ára afmæli sínu, og áhrifum á íslenskuna, með tónleikum í Gamla bíói á fimmtudag. Guðrún Sóley heimsótti þá á æfingu.

Frumsýnt

16. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,