Kastljós

Ráðherra um Cop28, sprungur í þéttbýli og fólk sem heldur ekki jól

Ekki er útlit fyrir þátttakendur á 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28, geti komið sér saman um notkun jarðefnaeldsneytis verði smám saman hætt. Þinginu lýkur á morgun og stefnir því í enn einn fundinn sem skilar litlu nema vonbrigðum. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra er gestur Kastljóss í kvöld.

Geta sprungur, líkt og sem olli miklu tjóni í Grindavík á dögunum, leynst víðar í þéttbýli á Suð-vesturhorninu án þess fólkið sem býr í húsunum ofan á sprungunum viti af þeim? Við ræðum við jarðeðlisfræðing sem er sérfræðingur í þessu.

Svo hittum við fólk sem siglir gegn þungum, bjölluglymjandi jólastraumnum og heldur ekki jól.

Frumsýnt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,