Kastljós

Dökk skýrsla um sjókvíaeldi, frávísun hryðjuverkamáls og Nýlistasafnið

Vendingar voru í hryðjuverkamálinu svokallaða því í dag var þeim köflum ákærunnar vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur sem lúta hryðjuverkum. Við ræðum við Halldóru Þorsteinsdóttur héraðsdómari hjá Héraðsdómi Reykjaness um frávísunina og ástæður hennar.

Svört skýrsla ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sýnir fram á veikburða og brotakennda stjórnsýslu og óburðugt eftirlit með greininni. Við ræðum við Guðmund Björgvin Helgason Ríkisendurskoðanda en sjaldan eða aldrei hefur embættið skilað af sér skýrslu með jafn mörgum ábendingum og athugsemdum. Við heyrum einnig í Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar segir niðurstöðu Ríkisendurskoðunar ekki endilega koma á óvart.

Við sjáum svo hvað gerist þegar tékkneskir og íslenskir listamenn leggja saman krafta sína, sem þeir gera í Nýlistasafninu þessi misserin.

Frumsýnt

6. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

,