• 00:00:21Umdeilt viðtal Seðlabankastjóra
  • 00:11:24Bandý á Íslandi

Kastljós

Umdeilt viðtal við seðlabankastjóra, bandý á Íslandi

Fór seðlabankastjóri yfir strikið í viðtali við Morgunblaðið í dag? Í viðtalinu fer seðlabankastjóri hörðum - og jafnvel háðslegum - orðum um forystu verkalýðshreyfingarinnar, sem hann segir hafi ásamt meðvirkni Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara hellt olíu á verðbólgubálið. Þá sakar hann fyrrverandi ríkissáttasemjara um afskiptasemi af vaxtastefnu bankans. Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sakar seðlabankastjóra um trúnaðarbrest. Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og félagsmálaráðherra, ræða málið í Kastljósi.

Bandý-íþróttin á Íslandi er fámenn en góðmenn sögn iðkenda. Íslendingar eru heldur engir aukvisar, karlalandsliðið er í 20. sæti á styrkleikalista alþjóðabandýsambandsins og kvennalandsliðið fór í sína fyrstu utanlandsferð á dögunum og lék nokkra æfingaleiki í Svíþjóð. Kastljós fór á æfingu hjá bandý-deild HK.

Frumsýnt

8. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,