• 00:01:07Konur veikjast frekar vegna álags í starfi
  • 00:10:41Marga manna skipurlagning fyrir löggæslu
  • 00:18:44Tónlist og nýsköpun

Kastljós

Ásókn í sjúkrasjóði, leiðtogafundur Evrópuráðs, tónlist og nýsköpun

Félagsmenn í BHM ekki lengur ýmsa styrki sem þeir fengu áður. Ástæðan er aukinn kostnaður vegna sjúkradagpeninga. Veikinda starfsmanna hafa aukist og þeir eru lengur frá. Það hefur mikið verið rætt um kulnun á undanförnum árum en nýlega bárust fréttir af því margir þeirra sem teldu sig vera með kulnun væru það ekki. Augljóslega er þó eitthvað að, þar sem fólk er meira frá vegna veikinda. Hvar liggur vandinn? Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís A. Arnaldsdóttir félagsfræðingur, voru gestir Kastljóss.

Mörg hundruð lögreglumenn koma löggæslu þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Hörpu 16 og 17 maí næstkomandi. Umfang öryggisgæslu er mikið og mun hafa áhrif í kringum fundarstaðinn. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs hjá Ríkislögreglustjóra, fór yfir undirbúning fundarins.

Hvað geta tónlistarmenn kennt okkur almennt um nýsköpun? Um það fjallar bókin Two Beats Ahead, þar sem er rætt við heimsþekkta tónlistarmenn sem hafa þanið út lisformið eða jafnvel fært út kvíarnar í allt öðrum geirum. Annar höfundanna, Michael Hendrix , dvelur á Íslandi um þessar mundir og ræddi við Kastljós.

Frumsýnt

25. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,