Morgunútvarpið

16. ágúst - Alparnir, líftæknilyf, líkamsrækt, Afghanistan og íþróttir

Kolbrún Björnsdóttir fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands hefur farið nokkrar fjallgöngurnar hér á landi í sumar, m.a. þrjár Laugavegsferðir, en er hún stödd í Chamonix í Frakklandi, í næsta nágrenni við bæði Sviss og Ítalíu. Við hringdum í hana og heyrðum af alpaævintýrum hennar þar ytra, sem og næstu verkefnum útivistarkonunnar öflugu.

Við ræddum nýsköpun í lyfjaiðnaði og horfðum sérstaklega til svokallaðra líftæknilyfja sem verða sífellt algengari. Þær Tanya Zharov og Sesselja Ómarsdóttir hjá Alvotech komu til okkar og fóru yfir þessi mál með okkur.

Ekki gefast upp er heiti á líkamsræktarnámskeiðum fyrir ungmenni sem finna sig ekki í hefðbundu íþróttastarfi eða glíma við andlega vanlíðan s.s. þunglyndi, félagsfælni og kvíða. Stefán Ólafur Stefánsson, uppeldis- og menntunarfræðingur og annar stofnenda námskeiðanna, leit við hjá okkur og sagði okkur meira.

Heimsbyggðin hefur horft í forundran á talíbana taka yfir alla stjórn í Afghanistan undanfarnar tvær vikur og ljóst er líf Afgana kemur til með breytast hratt á næstunni. Árni Arnþórsson, hefur verið búsettur í Kabúl, höfuðborg Afghanistans undanfarin þrjú ár. Við heyrðum í Árna sem staddur er á Spáni og hann sagði okkur m.a. af tilraunum sínum og annarra til koma samstarfsfólki og vinum til bjargar og úr landinu.

Við fórum svo yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar með Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttamanni og spurðum hana í leiðinni út í Ólympíumót fatlaðra sem er framundan, en hún mun flytja fréttir þaðan.

Tónlist:

Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu.

Draumfarir og Kristín Sesselja - Með þér.

Emilíana Torrini - Sunnyroad.

Coldplay - Flags.

Skate - Silk sonic.

Albatross - Ég sólina.

Bjartmar Guðlaugsson - Týnda kynslóðin.

Aron Can - Blindar götur.

John Mayer - Paper doll.

The Weeknd - Take my breath.

Birt

16. ágúst 2021

Aðgengilegt til

14. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.