Morgunútvarpið

3. nóv. -Refilsaumur, Vesturfarar, svínshjartaígræðsla, símaöt o.fl..

Sýningin Með verkum handanna, sem fjallar um íslenskan refilsaum fyrri alda, opnar á Þjóðminjasafninu á morgun. Þar verða til sýnis refilsaumklæði frá árunum 1400 - 1677 og mun þetta vera í fyrsta sinn sem öll þessi klæði eru sýnd á einni og sömu sýningunni. Við fáum Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð til okkar og fræðumst nánar um refla, refilsaum og þessa merkilegu sýningu.

Í ár er þess minnst 150 ár eru liðin síðan fyrsti stóri hópur vesturfara fór vestur um haf frá Íslandi til Kanada. Gagnagrunnur með handritum og bréfum íslenskra vesturfara hefur verið opnaður á vegum Árnastofnunar og þar er hægt sjá þúsundir mynda af íslenskum handritum, bókum, bréfum og öðrum skjölum í söfnum og einkaeigu í kanada og Bandaríkjunum, sem koma fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn. Við ræðum við Katelin Marit Parsons, aðjúnkt í íslensku við Háskóla Íslands og ritstjóra nýja gagnagrunnsins, um mikilvægi hans.

Annar maðurinn í sögunni til grætt í sig svínshjarta er látinn 58 ára gamall en honum dugði svínshjartað í 6 vikur. Aðgerðin er hluti af vax­andi rann­sókn­ar­sviði sem miðar því efla ígræðslu milli teg­unda. Við ræðum þessa tækni við Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur sérfræðing í hjartalækningum.

Fréttir vikunnar verða á sínum stað. Fréttakanónurnar Sigmundur Ernir Rúnarsson og Anna Kristín Jónsdóttir kíkja til okkar.

Í gær var fjallað um það Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalínu, hafi verið fórnarlamb símahrekks af hálfu rússneska gríntvíeykisins Vovans og Lexus þegar hún taldi sig um miðjan síðasta mánuð vera ræða símleiðis mikilvæg mál við Azali Assoumani, forseta Kómoreyja og leiðtoga Afríkubandalagsins. Meloni er ekki eini leiðtoginn sem orðið hefur fyrir barðinu á rússnesku hrekkjalómunum. Við ræðum hrekki og símaöt við Kristínu Einarsdóttur, þjóðfræðing, sem hefur bæði kennt kúrsa um húmor og símaöt í Háskóla Íslands.

Vísir fjallaði um stöðu Manchester United í gær en þar virðist allt í ólagi, og búningamálin. Leikmenn liðsins hafa nefnilega kvartað undan of þröngum búningum. Treyjur félags- og landsliða hafa tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum, og mjög misjafnt eftir liðum og tíma hvað þykir í tísku í þeim efnum. Við förum yfir þá þróun með Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði, í lok þáttar.

Lagalisti:

Birkir Blær - Thinking Bout You.

BRONSKI BEAT - Smalltown boy.

Grace, Kenya - Strangers.

JÓNFRÍ - Andalúsía.

ARCTIC MONKEYS - Cornerstone.

Empire of the sun - Walking On A Dream.

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

2. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,