Morgunútvarpið

Aldurstakmark á samfélagsmiðla og allt í hers höndum í Minnesota

Okkar maður Guðmundur Jóhannsson mætti með allt það nýjasta úr heimi tækninnar. Hvenær kemur hagkvæm og fyrirferðarlítil vél sem brýtur saman þvott með hjálp gervigreindar? er til mynda spurning sem brennur á öðrum umsjónvarmanni Morgunútvarpsins.

Íbúar í Minnesota í Bandaríkjunum hafa undanfarið mótmælt ICE-liðum, sem hafa ferðast um ríkið og vísað innflytjendum úr landi. 1.500 hermenn eru í viðbragðsstöðu, tilbúnir ráðast gegn þeim sem mótmælendum, sem ríkisstjórinn Tim Walz hefur hvatt til mótmæla friðmsamlega. Allt hefur hins vegar verið á suðurpunkti eftir ICE-liði skaut hina 37 ára gömlu Renee Good til bana. Katrín Frímannsdóttir hefur búið í Minneseota í 35 ár og starfað við menntamál í heilbrigðisgeiranum. Hún kom til okkar í Morgunútvarpið og sagði okkur hvernig líf fólks hefur breyst í Minnesota og hvernig það er vera innflytjandi í Bandaríkjunum í skugga framgöngu ICE.

Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, skaut því í framhjáhlaupi í frægu viðtali í Kastljósi í síðustu viku hún vilji setja aldurstakmark á samfélagsmiðla á Íslandi. Guðmundur Ingi var byrjaður skoða málið í ráðuneytinu og í Ástralínu eru menn komnir enn lengra; þar er 16 ára aldurstakmark. Sigurður Helgi Pálmason leiðir spretthóp sem á kanna þetta mál og hann mætti til okkar.

Ísland vann góðan sigur á Póllandi á EM í handbolta í gær eftir hafa sett Ítalana í gegnum pastavél á föstudag. Við fórum yfir næstu skref með Einar Erni Jónssyni í Svíþjóð.

Í dag fer af stað hringferðin Nýsköpun og tengsl en í henni ætla KLAK, Íslandsstofa, Vísindagarðar og Tækniþróunarsjóður kynna stuðningsumhverfi nýsköpunar á átta stöðum um allt land. Á hverjum viðburði verða fjögur 15 mínútna erindi, þar sem þátttakendur kynningu á því stuðningsumhverfi sem stendur til boða. Við hringdum á Svalbarðseyri í Andra Már Þórhallsson, sem rekur Púls Media. Hann seldi íbúðina sína í Reykjavík og flutti á norður til fjármagna uppbyggingu fyrirtækisins og þekkir vel hversu mikilvægt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki þiggja þá aðstoð sem er í boði.

Frumflutt

19. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,