27. jan. -Carbfix, formannskjör, handbolti og vopnaburður
Heimildin hefur haldið úti metnaðarfullri umfjöllun allt frá ársbyrjun um kolefnisjöfnunartæknina Carbfix og Coda-terminal verkefnið umdeilda í hafnarfirði. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður segir okkur betur frá.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari, ræðir við okkur um kjaradeilu kennara og yfirvofandi verkföll og kærur.
Ísland er úr leik í HM í handbolta þrátt fyrir sigur á Argentínu í gær. Við ræðum mótið og leikina að baki við Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vakti í gær athygli á nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara sem gera lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri 150.000 kr., í stað 10.000 kr. Við ræðum málið og stóru myndina við Þorbjörgu.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir reið á vaðið í gær og tilkynnti framboð sitt til formanns sjálfstæðisflokksins. Við spáum í framhaldið og lítum líka á sögu flokksins þegar að kemur að þessum málum með Friðjóni Friðjónssyni.
Frumflutt
27. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.