Morgunútvarpið

8. maí -Gervigreind og vinnumarkaðurinn, hleranir, Bodø/Glimt o.fl..

Kynjaþing er haldið í sjöunda sinn í ár. Auður Önnu Magnúsdóttir Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Tatjana Latinovic formaður þess líta við hjá okkur.

Sveitin milli sanda, Nylon-slagari og Papirsklip með Kim Larsen eiga kannski ekki margt sameiginlegt en Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason hafa þó kafað ofan í öll þessi lög og fleiri perlur í Fílalag seríu þeirra sem klárast í dag. Við gerum seríuna upp með þeim.

Í gær ræddum við við tvo þingmenn efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi og þar var sjónum meðal annars beint mögulegum áhrifum gervigreindar á íslenskan vinnumarkað. Við ræðum þau mál betur við Arnald Sölva Kristjánsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, og sérfræðing í vinnumarkaðshagfræði.

Rakið var í Kastljósi í gær hvernig á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum er finna í gögnum úr fórum fyrirtækisins PPP. Upptökurnar eru afrakstur hlerana í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara á svokölluðum „hrunmálum“. Við ræðum málið við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra.

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga, ræðir við okkur um ótrúlegan árangur og sögu norska liðsins Bodø/Glimt sem mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í hópi sex utanríkisráðherra sem kalla eftir ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum um auknar hernaðaraðgerðir á Gaza. Magnús Magnússon hjá Samtökunum Ísland Palestína kemur til okkar í lok þáttar.

Frumflutt

8. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,