Morgunútvarpið

11. des. - COP28, Alzheimer, jólatré, heilbrigðismál, sport o.fl.

Félag lækna gegn umhverfisvá lýsir yfir vonbrigðum með nafn Íslands ekki enn komið undir sameiginlega yfirlýsingu um umhverfi og heilsu á COP28 fundinum. Við heyrðum í Hjalta Björnssyni, formanni félags lækna gegn umhverfisvá.

Alzheimersamtökin opna um þessar mundir nýja upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess. Guðlaugur Eyjólfsson framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna ætlar segja okkur betur frá því ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Við rákumst á stórskemmtilega umfjöllun um jólatrjáskortinn mikla jólin 1951 á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur. Innflutningur jólatrjáa frá Evrópu hafði verið bannaður skömmu fyrir aðventuna til forða gin og klaufaveiki smiti berast hingað. Við rifjum upp söguna og förum yfir stöðuna í dag með Auði Kjartansdóttur framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Við höldum áfram ræða heilbrigðismálin hér í Morgunútvarpinu þegar Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, og Þórir Svavar Sigmundsson, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, verða gestir okkar eftir átta fréttir. Við ræðum stöðuna á spítalanum, stöðu biðlista og fleira.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeild RÚV eftir fréttayfirlitið hálf níu, venju samkvæmt á mánudegi.

Fyrir tveimur mánuðum ræddum við við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um mótmælamenningu hér á landi og annars staðar í Evrópu, en þá hafði glimmeri nýlega verið sáldrað yfir Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, og ýmsir stjórnmálaleiðtogar fengið yfir sig málningu eða kökuskvettur, og við spurðum hvers vegna það tíðkist síðar hér á landi mótmæla með þeim hætti. Það gerðist þó á föstudaginn þegar hópur fólks sem mótmælti hernaði Ísraela á Gaza stráði rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Við ætlum ræða þessi mál aftur við Eirík, áhrif þessara mótmæla og hvort leikreglunum hafi verið breytt um helgina.

Lagalisti:

SVALA - Ég Hlakka Svo Til.

DEAN MARTIN - Let It Snow. Let It Snow.

HIPSUMHAPS - Hjarta.

Sivan, Troye - Got Me Started.

Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir - Quiet the Storm.

SIGRÍÐUR THORLACIUS & SIGGI GUÐMUNDS - Desemberkveðja.

ELLÝ VILHJÁLMS - Jólasveinninn Minn.

EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Dansaðu vindur.

SNIGLABANDIÐ - Jólahjól.

BAGGALÚTUR - Stúfur (ft. Friðrik Dór).

Frumflutt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

10. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,