Morgunútvarpið

Tíu ára bið eftir greiningu, auka verði flutningsgetu á raforku til Þórshafnar, mótmæli vegna Þórkötlu ofl.

Aðalfundur ADHD samtakanna skorar á Heilbrigðisráðherra grípa þegar til aðgerða vegna þess kerfishruns sem blasir við í þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD. Vegna aðgerðarleysis stjórnvalda á liðnum árum hafa biðlistar eftir greiningu og meðferð meira en tvöfaldast og bíða um fjögur þúsund einstaklingar eftir komast í greiningarferli. Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis. Þetta segir í ályktun aðalfundar ADHD samtakanna. Við fengum Vilhjálm Hjálmarsson, formaður samtaka til okkar.

Hvað er réttast gera þegar vísindamaður greinir heilbrigða manneskju með gen sem gæti valdið sjúkdómi en mun líklegast ekki gera það? Þetta og fleira verður til umræðu á málþingi Vísindasiðanefndar á föstudag. Þorvarður Löve, formaður VSN, verður þar fundarstjóri og mætti til okkar í spjall.

Skýrsla Hilary Cass, fyrrum forseta félags barnalækninga á Bretlandi, sem kom út á dögunum og var unnin ósk breskra heilbrigðisyfirvalda -hefur verið talsvert til umræðu. Skýrslan tekur fyrir þjónustu við börn og ungmenni með kynama/kynmisræmi. Við ræddum málið við Bjarndísi Helgu Tómasdóttur formann Samtakanna 78.

Í fyrrasumar skipaði Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfshóp til vinna tillögur um aðgerðir sem stuðlað geta því efla samfélagið á Langanesi. Áttu tillögurnar m.a. snúa friðlýsingu á hluta Langaness, t.d. með stofnun þjóðgarðs, eflingu hringrásarhagkerfisins og grænni atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Jafnframt verði hugað bættu orkuöryggi svæðisins. Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, var formaður starfshópsins. Hann kom til okkar.

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli seinnipartinn í dag, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja eignir sínar keyptar upp sem fyrst. Grindvíkingurinn Sverrir Árnason skipuleggur mótmælin og við heyrðum í honum.

Dagur verkfræðinnar fer fram á morgun föstudag á Hilton Reykjavík Nordica. Fjöldi erinda er á dagskrá. Eitt þeirra ber heitið Úrgangi breytt í orku og okkur fýsti vita meira um það. Niðurstöður nýrrar skýrslu sýna hagkvæmara er reisa brennslustöð fyrir úrgang hér á landi en flytja hann út til brennslu erlendis. Til segja okkur nánar frá þessu og frá Degi verkfræðinnar kom til okkar Árni B. Björnsson framkvæmdarstjóri verkfræðingafélagsins.

Við hringdum í Ingu Sæland og fengum viðbrögð hennar við atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi um vantrauststillögu Flokks fólksins og Pírata.

Lagalisti:

Björg - Reiknaðu með mér

Kate Bush - Running Up That Hill

Depeche Mode - Enjoy The Silence

Bubbi Morthens - Skríða

America - A Horse With No Name

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

18. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson.

Þættir

,