Morgunútvarpið

16. nóv. - Vegagerð, fasteignir, íslenskan, Guðni Th., flughræðsla ofl

Landsmenn hafa fylgst með þróun mála í Grindavík og þeim gríðarlega skemmdum sem þar hafa orðið á mannvirkjum og innviðum, ekki síst vegum. Við veltum fyrir okkur hvert hlutverk Vegagerðarinnar er í því samhengi og hvaða verkefnum hún kemur í svona aðstæðum. Er yfirhöfuð hægt gera við skemmdir á borð við þessar? Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar kom til okkar.

Um helgina verður haldin ráðstefna á vegum Mikluborgar um hlutdeildarlán. VIð ræddum við Ólaf Finnbogason, fasteignasala, um þetta úrræði fyrir tekju- og eignaminni fyrstu kaupendur, hvort það hafi virkað eins og það átti virka, og þá förum við einnig yfir stöðuna almennt á fasteignamarkaði.

Rithöfundarnir Vilborg Davíðsdóttir og Valur Gunnarsson ræddu við okkur um íslensku í austurvegi, nánar tiltekið í Garðaríki miðalda, en þau flytja bæði erindi á bókakvöldi Sölku núna á Degi íslenskrar tungu.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur okkar, en hann efnir í fyrsta skipti til viðburðar á Bessastöðum á degi íslenskrar tungu þar sem þeim sem kenna íslensku sem annað tungumál verður þakkað sérstaklega.

Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar danski knattspyrnumaðurinn Alexander Lind ákvað draga sig úr landsliðinu vegna flughræðslu, en danska knattspyrnusambandið leitar leiða til hjálpa honum sigrast á þessum ótta. Við ætlum ræddum flughræðslu og kvíða af þeim toga sem hefur hamlandi áhrif við Sturlu Brynjólfsson, sálfræðing.

Alþjóðlegur dagur barna í sorg er í dag og af því tilefni ef boðað til málþings í Vídalínskirkju í dag. Vissulega eru mörg börn í heiminum í dag sem glíma við sorg af ýmsum toga og ekki alltaf auðvelt vita hvernig á nálgast þetta viðkvæma umræðuefni og hjálpa börnum syrgja. Séra Matthildur Bjarnadóttir kom til okkar, en hún er auk prestsstarfanna, verkefnastjóri hjá Erninum, minningar- og styrktarsjóði og er ein þeirra sem halda utan um málþingið í dag.

Tónlist:

Elíza Newman - Þú veizt.

Spilverk þjóðanna - Landsímalína.

Hipsumhaps - Bleik ský.

Valdimar - Sýn.

Jónfrí - Aprílmáni.

Trúbrot - Ég veit þú kemur.

Dóra og döðlurnar - Líða fer vetri.

GDRN - Parísarhjól.

Frumflutt

16. nóv. 2023

Aðgengilegt til

15. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,