Morgunútvarpið

24. ágúst -Flugvöllurinn, stýrivextir, þjóðhátíðardagur Úkraínu o.fl.

Umræðan um Reykjavíkurflugvöll gýs upp reglulega og hefur gert í áratugi og síðast vegna óska Isavia um borgin veiti leyfi til fella tæplega 3000 tré í Öskjuhlíðinni. Trén eru farin hafa áhrif á aðflug einni brautinni. Skiptar skoðanir eru á því hvort flugvöllurinn eigi vera þar sem hann er áfram eða hvort hann eigi víkja. Við ætlum ræddum flugvöllinn og kennsluflug við Óskar Pétur Sævarsson, forstöðumann Flugakademíu Íslands.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um fjórtándu hækkun sína í röð á stýrivöxtum í gærmorgun. Nam hækkunin um 0,5 prósentustig og standa meginstýrivextir bankans í 9,25 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009. Rafiðnaðarsambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir meðal annars: Á sama tíma og vextir á almenning og fyrirtæki eru ítrekað hækkaðir, til skerða lífskjör almennings, eru eigendur fjármagnsins tryggðir á láði og legi. Ekki virðist mega hrófla við því lögmáli raunvextir fjármagnseigenda séu jákvæðir, sama á hverju dynur. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins og þriðji varaforseti ASÍ kom til okkar.

Í gær var fánadagur Úkraínumanna og í dag fagna þeir þjóðhátíðardegi í skugga þeirra hörmunga sem Úkraínumenn hafa þurft þola af hendi Rússa síðasta eina og hálfa árið. Sveinn Rúnar Sigurðsson í hjálparsamtökunum flottafólk hefur staðið þétt við bak úkraínskra flóttamanna sem hafa komið hingað til lands -hann var á línunni.

Lok ágúst og leikhúsin fara skríða af stað -nú eða hlaupa af stað, eftir því hvaða verk þú vilt sjá. Leikhúsin lofa fjölbreyttri dagskrá í vetur og þar er Borgarleikhúsið engin undantekning. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgaleikhússtjóri komtil okkar í spjall.

fer tímabili bæjarhátíðanna þetta sumarið ljúka. Þó eru nokkrar eftir og síðasta er Ljósanótt í Reykjanesbæ um aðra helgi. En núna um helgina er það til mynda Suðurnesjabær sem heldur sína hátíð. Suðurnesjabær er heiti á 5 ára gömlum sem varð til við sameiningu Garðs og Sandgerðis. Magnús Stefánsson bæjarstjóri var á línunni hjá okkur.

Lagalisti:

ÁSGEIR TRAUSTI - Leyndarmál.

LAUFEY - Everything I know about love.

HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.

RAGGA GÍSLA & BESTA BAND - Úpsí búpsí.

SILK SONIC - Leave The Door Open.

KHRUANGBIN - Texas Sun (ft. Leon Bridges).

ALANIS MORISSETTE - You oughta know.

Frumflutt

24. ágúst 2023

Aðgengilegt til

23. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,