Morgunútvarpið

Ræktin í lok janúar, stuðningur við Úkraínu, Smiðja, Michael O'Leary og hatursglæpir

Hvernig gengur með áramótaheitin? Við tókum stöðuna með Viðari Önundarsyni einkaþjálfara hjá Hreyfingu þegar jánúarmánuður er klárast.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var gestur okkar. Við ræddum stuðning við Úkraínu og stöðuna þar í landi en hann, ásamt þingmönnum frá öðrum NATO-rikjum, fundaði í upphafi vikunnar með úkraínsku þingfólki.

Við ræddum Smiðju, nýja aðstöðu við Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.

Við fórum yfir aðferðarfræði ólátabelgsins Michaels O'Leary forstjóra Ryanair með Andrési Jónssyni, almannatengli og stjórnendaráðgjafa.

Í fyrra voru skráðir hugsanlegir hatursglæpir tvöfalt fleiri en árið á undan. Eyrún Eyþórsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri kom til okkar ræða stöðuna.

Von er á vonsku veðri og slæmri færð víða um land. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni var á línunni og fór yfir plan dagsins.

Tónlist:

SIGRÍÐUR THORLACIUS & SIGGI GUÐMUNDS - Vindar hausti.

DÚKKULÍSUR - Svarthvíta hetjan mín.

VÖK - Miss confidence.

GDRN - Ævilangt.

LAUFEY - Everything I know about love.

PÁLMI GUNNARSSON - Þorparinn.

BJÖRK - Afi.

BLOOD ORANGE - Charcoal Baby.

INSPECTOR SPACETIME - Smástund.

Frumflutt

31. jan. 2024

Aðgengilegt til

30. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,