Morgunútvarpið

19. september -Appelsínugul viðvörun, grimmir hundar og kynjaveislur

Hús hafa verið rýmd á Seyðisfirði og hættustig almannavarna virkjað, appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og skriðuhættu. Hátt í þrjú ár eru liðin frá því á annan tug húsa skemmdust í miklum aurskriðum á Seyðisfirði örfáum dögum fyrir jól þó blessunarlega enginn hafi slasast. Viðvaranir sem þessar hljóta ýfa upp sárin. Við heyrum í Aðalheiði Borgþórsdóttur, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings og tökum stöðuna.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er í vikunni en væntingar til þess sameiginlegur grundvöllur finnist þar eru litlar. Við fáum til okkar Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði til ræða málin.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna á blaðamannafundi í gær. Landssamtök íslenskra stúdenta fagna ákveðnum breytingum sem ráðherra hefur boðað en hafa til mynda áhyggjur af aukinni aðgangsstýringu námi. Við ræðum við Áslaugu um breytignarnar, háskólana og stjórnmálin.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því á dögunum hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu eftir aukningu í árásum hunda af tegundinni. Hundahald hefur komið til kasta í breskri stjórnmálaumræðu undanfarið og fjallað hefur það í fjölmiðlum árásir hunda almennt hafi færst í aukana í Englandi. Við ætlum ræða þessi mál við Freyju Kjartansdóttur, formann Félags ábyrgra hundaeigenda, og spyrja hvort rangt banna tilteknar tegundur, eins og gert er hér á landi, og gagnrýnt hefur verið af ýmsum samtökum.

Kynjaveislur hafa heldur betur rutt sér til rúms hér á landi á undanförnum árum, en ein þeirra vakti gríðarlega athygli um helgina þar sem greint var frá kyni með því láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti á meðan veislugestir fylgdust með af svölum íbúðar í Skuggahverfinu í miðborg Reykjavíkur. Við ræðum þróun kynjaveislna við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, þjóðfræðing.

Sævar Helgi Bragason kíkir síðan til okkar í lok þáttar eins og alltaf annan hvern þriðjudag þegar við ræðum tíðindi úr heimi vísindanna.

Lagalisti:

Laufey, Philharmonia Orchestra - California and Me feat. Philharmonia Orchestra.

SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.

GWEN STEFANI - True Babe.

ÁSGEIR TRAUSTI - Nýfallið regn.

Bombay Bicycle Club - Diving (ft. Holly Humberstone).

SUPERSERIOUS - Bye Bye Honey.

ÞURSAFLOKKURINN - Pínulítill Karl.

Teitur Magnússon - Vinur vina minna.

Moses Hightower - Háa c.

TRAVIS - Side.

Frumflutt

19. sept. 2023

Aðgengilegt til

18. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,