Morgunútvarpið

Staðan í Grindavík, yngri forsetar, dýrasta platan, nýr borgarstjóri og endurkoma Trumps

Vel gekk koma á heitu vatni og rafmagni á stóran hluta Grindavíkur í gær. Þó er vitað mál ekki langur tími líða þar til alvarlegar skemmdir verða á þeim húsum sem ekki hefur náðst koma hita á í þegar. Það er hættulegt vera í bænum og verkefnin flókin og aðkallandi. Fólk vill vita hvenær það kemst inn í bæinn sækja restina af eigum sínum. Hvað er planið í dag? Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór yfir það.

Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta en hann hefur gangrýnt það undanfarið ungu fólki, undir 35 ára, óheimilt bjóða sig fram til forseta. Það óásættanlegt í nútíma lýðræðisríki séu settar fram slíkar hindranir, sem virðast aðeins byggðar á aldursfordómum. Við ræddum við Gunnar um hvort eitthvað vit í því breyta þessu sérstaklega í stjórnarskránni.

Athygli var vakin á því á dögunum einhver hefði keypt eintak af plötunni Fire and Steel með íslensku þungarokkshljómsveitinni Flames of Hell fyrir tæpar 600 þúsund krónur í gegnum Discogs tónlistarvefsíðuna í síðasta mánuði, og vakti það upp spurningar um hvort þetta væri þá orðin dýrasta plata Íslandssögunnar. Við ræddum þau mál við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands og tónlistarsérfræðing og þessa dularfullu hljómsveit frá níunda áratug síðustu aldar.

Tímamót áttu sér stað í Reykjavík í gær þegar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tók við embætti borgarstjóra af Degi B. Eggertssyni. Einar ræddi við fjölmiðla í gær og sagði verkefnin framundan ærin, brýnustu verkefnin verandi húsnæðismál. Við tölum við Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, borgarfulltrúa Sósílistaflokksins, um þessi verkefni, borgarstjóraskiptin og stöðuna í borginni.

Þó gosinu sem hófst suðaustan við Hagafell um helgina því er virðist lokið eru það öllum líkindum aðeins kaflalok. Landris og kvikusöfnun heldur áfram í Svartsengi svo vænta tíðinda á af svæðinu á næstu vikum. Þá er ljóst nýr sigdalur hefur myndast í Grindavík. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kíkti til okkar.

Þrátt fyrir Trump eigi yfir höfði sér 91 kærulið og fjöldan allan af málaferlum sigraði hann forvalskjör Repúblikanaflokksins í Iowa með sögulegum yfirburðum. Talað hefur verið um einhverja sterkustu endurkomu stjórnmálamanns í sögu Bandríkjanna í fjölmiðlum ytra en hvernig telja fræðingar restin muni spilast út? Hvaða áhrif gætu svo niðurstöðurnar í nóvember haft á heimspólitíkina? Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði kom í spjall um málið.

Lagalisti:

HUGINN - Veist af mér.

MANNAKORN - Á Rauðu Ljósi.

Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.

VÖK - Headlights.

DAÐI & GAGNAMAGNIÐ - 10 Years (Ísland Eurovision 2021).

ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Mr. Blue Sky.

Frumflutt

17. jan. 2024

Aðgengilegt til

16. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,