Morgunútvarpið

8. nóv.- Úkraína, tungumál, stríðsrekstur, póstur, hljóðbækur

Úkraínuforseti segir ekki tímabært efna til kosninga á næsta ári enda herlög í gildi, þó hefur möguleikann á kosningum verið velt upp undanfarið. Við ætlum ræða við Óskar Hallgrimsson, ljósmyndara sem búsettur er í Kyiv, um umræðuna um Zelensky, mögulegar kosningar og stöðuna í stríðinu.

Á morgun heldur Norræna félagið ráðstefnu í Hörpu þar sem fjallað verður um skandinavísku tungumálin, stöðu þeirra og hlutverk á Norðurlöndunum, og áhrif versnandi kunnáttu í þeim tungumálum á norrænt samfélag. Við ætlum ræða þau mál betur við Hrannar Björn Arnarsson, formann Norræna félagsins.

Frá árinu 2017 greindist ekkert barn með heilahimnubólgu hér á landi þar til í fyrra, þegar 6 börn greindust með sjúkdóminn. Helmingur þeirra með gerð baktería sem almenna bóluefnið hér á landi ver ekki gegn. hefur verið tekið í notkun nýtt bóluefni sem ver gegn þeirri gerð baktería. Hvað ættu foreldrar barna sem voru sprautuð með gamla bóluefninu á gera, ef nokkuð? Við heyrum í Valtý Stefánsson Thors sérfræðingur í barna- og smitsjúkdómalækningum upplýsir okkur um það.

Í þættinum í gær ræddum við við Magnús Svein Helgason, sagnfræðing og sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna, um Trump, forsetakosningar þar í landi ári og breytingar sem eru verða á bandarísku samfélagi, þar á meðal viðhorfsbreytingar til stríðsrekstur og þátttöku. Við ræðum þau mál áfram, kostnað þess standa í stríði eða styðja þjóð í stríði og áhrif þess á bandarískt efnahagslíf og viðskipti, við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Pósturinn tilkynnti í gær fyrirtækið myndi hætta dreifingu á fjölpósti á landsbyggðinni strax eftir áramót. Þetta bætist við verðhækkanir og minnkaða þjónustu við landsbyggðina síðustu ár. Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins ræðir málin við okkur.

Tekist hefur verið á um hvernig streymisveitur greiða listamönnum fyrir framlag sitt frá tilkomu veitnanna. Rithöfundar eru þar ekki undanskildir og vilja betri kjör eða breytt fyrirkomulag á streymisveitu bókmenntanna hér á landi, Storytel. Sverrir Norland rithöfundur og Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands kíkja til okkar.

Lagalisti:

HJÁLMAR & GDRN - Upp á rönd.

Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.

Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.

CASIOKIDS - Finn Bikkjen!.

Bowie, David - Golden years.

PETER GABRIEL - Solsbury Hill.

INSPECTOR SPACETIME - Teppavirki.

Frumflutt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

7. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,