Morgunútvarpið

Færð og ófærð, Verðsjá, húsleit hjá P. Diddy, hernaðarandstæðingar í 75 ár og vísindahorn

Mikil ófærð hefur verið á landinu undanfarna daga. Á Vestfjörðum, norðanverðu landinu og á Austfjörðum. Við byrjum daginn á taka stöðuna hjá þeim sem sinna mokstri á þjóðvegum landsins. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tók stöðuna á sínu fólki í morgunsárið og fór yfir stöðuna með okkur.

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið upp verðsamanburð á dagvöru með nýrri Verðsjá sem birtir nýjustu verðgögn sem eftirlitið hefur aflað. Í sjánni skoða verðbil milli verslana eftir vöruflokkum og niður á stakar vörur. Mælaborðið byggir á um tuttugu þúsund gagnapunktum, með nokkur þúsund uppfærslum á dag. Til segja okkur nánar af þessu heyrðum við í Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.

Aðeins meira af samgöngum. Fjarðarheiði var ófær í á fjórða sólarhring þegar hún loks opnaði í gærkvöldi en hefur lokað á ný. Heiðin er eina landleiðin til og frá Seyðisfirði svo Seyðfirðingar hafa flest sætt fimm daga einangrun vegna færðarinnar. Oddný Björk Daníelsdóttir íbúi á Seyðisfirði var á línunni.

Fyrir viku síðan gerðu Alríkislögregla Bandaríkjanna húsleit í tveimur heimilum tónlistarmógúlsins P Diddy. Diddy hefur verið sakaður um aðild mansali og var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot. Eftir húsleitina í síðustu viku hafa ótal tengingar og sögur sprottið upp. Arnar Eggert Thoroddssen ræddi við okkur um Diddy, málið og ítök hans í tónlistarheiminum.

Þann 30. mars árið 1949, fyrir 75 árum, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Í dag stöndum við frammi fyrir ótal tilvistarlegum spurningum varðandi aðild Íslands í átökum heimsins. Guttormur Þorsteinsson Formaður samtaka hernaðarandstæðinga kom til okkar.

Í lok þáttar kíkti Sævar Helgi Bragason við hjá okkur með sitt hálfsmánaðarlega vísindahorn.

Tónlist:

Á móti sól - Hvar Sem Ég Fer.

McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers.

Fleetwood Mac - Dreams.

Hjálmar - Borgin.

Björk- Big Time Sensuality.

Þursaflokkurinn - Pínulítill Karl.

Rex Orange County - Keep It Up.

Ed Sheeran- Eyes Closed.

Billy Idol - Eyes Without A Face.

Frumflutt

2. apríl 2024

Aðgengilegt til

2. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,