Morgunútvarpið

16. ágúst - Karlahópur, stytting þjóðvegar og flóttafólk

Færsla sem íbúi í Reykjanesbæ birti á facebook hefur vakið athygli. Hann vildi benda á mikinn fjölda gashylkja fyrir rjómasprautur sem hann hafi fundið við strætóskýli í bænum. Gashylkin sjást á víð og dreif víðar en í Reykjanesbæ en gasið í þeim er vímugefandi. Margt bendir til misnotkun þess hafi aukist í löndunum í kringum okkur eftir covid- á það sama við um hér? Við heyrum í Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi.

Fimmta veturinn í röð bjóða Píeta-samtökin upp á karlahóp. Þar hittast menn sem horft hafa á bak einhverjum nánum í sjálfsvígi. Bjarni Karlsson prestur við Sálgæslustofuna Haf og Píetafélagi leiðir þessa fundi en hann hefur áratuga reynslu af starfi með syrgjendum. Séra Bjarni kemur til okkar í morgunkaffi.

Við ræddum í gær Húnavallaleiðina svokölluðu, sem styttir þjóðveg eitt um 14 km og sneiðir hann þá framhjá Blönduósi, við Njál Trausta Friðberts­son, þingmann Sjálf­stæðis­flokks­ins í norðausturkjördæmi en hann ætlar leggja fram þings­álykt­un­artil­lögu þess efn­is leiðina á sam­göngu­áætlun. Hins vegar segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnaþings, formaður stjórnar samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð, þingmanninn á rangri leið. Guðmundur Haukur verður á línunni hjá okkur.

Í byrjun júlí tóku í gildi afar umdeildar breytingar á útlendingalögum sem samþykktar voru í vor. Í þeim felst meðal annars stjórnvöldum heimilt svipta fólk í leit vernd allri aðstoð fari þau ekki sjálfviljug úr landi við höfnun. Það hefur eflaust ekki dulist þeim sem hafa fylgst með fréttum undanfarna daga lagabreytingarnar eru farnar hafa veruleg áhrif á folk í þessari stöðu. Hjálparsamtökin Solaris hafa unnið því koma fólkinu af götunni og í öruggt skjól. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris kemur til okkar.

Hljómsveitin Todmobile fagnar 35 ára afmæli í haust með sannkölluðum stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu þar sem sérstakir gestir eru tónlistarhetjur frá níunda áratugnum. Þeir Midge Ure úr Ultravox, Nik Kershaw og Tony Hadley úr Spandau Ballet verða gestirnir svo úr verður allsherja nostalgía fyrir áhugafólk á tónlist áttunnar eins og stundum er sagt. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson verður á línunni hjá okkur uppúr hálf níu.

Og í lok þáttar hringjum við í Hveragerði en um helgina er þar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar. Meðal þess sem hægt verður njóta er tívólí en Hveragerði var einu sinni þekkt fyrir tívolíið sitt. Og það er sagfræðileg tenging á milli gamla tívolísins og þess sem heimsækir bæinn um he

Frumflutt

16. ágúst 2023

Aðgengilegt til

15. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,