Morgunútvarpið

1. september - Hungurmótmæli, hvalveiði og Ljósanótt

Við ræddum við Elínu Björk Jónasdóttur, deildarstjóra veðurspár og náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, um lægðina framundan.

Við höfum fylgst talsvert með málum spænska knattspyrnusambandsins í vikunni en móðir Luis Rubiales, forseta sambandsins, tók þá ákvörðun fara í hungurverkfall og læsa sig inn í kirkju í heimabæ sínum. Við ræddum hungur- og mótmælasvelti, og áhrif þess á líkamann, við Önnu Sigríði Ólafsdóttur, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands.

Hvalveiðar geta hafist aftur í dag samkvæmt nýrri reglugerð þar sem sett eru skilyrði um hvernig veiðunum skuli staðið og um þjálfun, fræðslu og hæfni áhafnar. Við ræddum hvalveiðar og hversu miklu reglugerðin breyti við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, lektor í líffræði við Háskóla Íslands, og hvalasérfræðing.

Við fórum yfir fréttir vikunnar loknum átta fréttum, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Gunnari Sigurðarsyni, viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og fjölmiðlamanni, og Ingu Lind Karlsdóttur, framleiðanda og fjölmiðlakonu.

Spáð er leiðindaveðri á landinu um helgina og það byrjar á suðvesturhorninu. Ljósanótt í Reykjanesbæ er komin af stað suður með sjó og hafa verið gerðar ýmsar breytingar á staðsetningu tónleika, þeir ýmist færðir inn eða í skjól. En það er snúnara með aðalsviðið sem venju stendur niður við sjó við Hafnargötuna. Það stendur bert fyrir verði og vindum. Við tókum stöðuna á skipuleggjanda aðaltónleika Ljósnætur, Tómasi Young, og spyrjum um stöðuna.

Hlaðvörp ýmiskonar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og sífellt bætast í hópinn. Við hér í Morgunútvarpinu vitum Íslendingar eru margir mjög áhugasamir um stjörnuspeki og það erum við líka. Nýtt hlaðvarp fór af stað um daginn með Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspekingi þar sem hann ásamt parinu Heru Gísladóttur og Ásgeiri Kolbeinssyni skoða hvernig nota slíka speki til verða betri útgáfa af eigin sjálfi. Þau komu til okkar í lok þáttar og sögðu okkur betur frá þessu.

CHANGE - Yakkety yak smacketty smack.

EARTH WIND & FIRE - September.

ED SHEERAN - Celestial.

CORNERSHOP - Brimful of Asha (Norman Cook Remix).

PRINCE - I wanna be your lover.

The Stranglers - Skin Deep.

Frumflutt

1. sept. 2023

Aðgengilegt til

31. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,