Morgunútvarpið

31. júlí - Úkraína, hinseginbaráttan, innbrotahrina

Þættinum barst póstkort frá Steineyju Skúladóttur í Hljóðvegi 1 en hún var stödd á Vopnafirði um helgina og talaði þar við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, iðjuþjálfa í bænum og sveitarstjóra.

Staðan í stríði Rússlands og Úkraínu hefur breyst töluvert undanfarið. Seint í gærkvöldi lýsti Volodomír Selenskí því yfir drónaárásir í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hefðu verið óhjákvæmilegar og eðlilega þróun stríðsins. Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands kom til ræða þessar vendingar betur.

Hinseginhátíð Hríseyjar var haldin um helgina og aðeins tvær vikur eru í Pride í Reykjavík. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra brá sér svo af í nýliðinni viku og ávarpaði Pride hátíðina í Færeyjum en Guðmundur er aðeins annar opinberlega samkynhneigði ráðherra Íslands. Við töluðum um stöðu hinseginfólks í Færeyjum og á Íslandi.

Lögreglan hefur undanfarið varað við innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu en margir eru á faraldsfæti þessa dagana sem gæti gert innbrotsþjófum auðveldara fyrir athafna sig. Ágúst Mogensen sérfræðingur í forvörnum hjá Verði hefur tekið saman nokkur góð ráð til verjast innbrotum og kom til gefa þau.

Og svo var sportið á sínum stað í lok þáttar. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður mætti galvaskur til tala um íþróttir helgarinnar.

Tónlist

PÁLMI GUNNARSSON - Þorparinn.

PNAU & KHALID - The Hard Way.

WHITNEY HOUSTON - I Wanna Dance With Somebody (Who Loves Me).

BIRKIR BLÆR - Thinking Bout You.

SVALA - The Real Me.

THE BEATLES - Here Comes The Sun.

ÁRSTÍÐIR - Let's Pretend.

SNORRI HELGASON - Ingileif.

Frumflutt

31. júlí 2023

Aðgengilegt til

30. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,