Morgunútvarpið

Veggjalúsafaraldur, blokkflautan, Ísrael/Gaza

Veggjalúsafaraldur hefur valdið miklum usla í París síðustu vikur. Myndbönd, sem sýna skordýrin gera sig heimakomin í lestarkerfi borgarinnar, hafa fengið mikla dreifingu. Við ræðum þessa plágu við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, sem býr í París, í upphafi þáttar.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna úrhellisrigningar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Þeim verður ekki fyrr lokið en gular viðvaranir vegna norðanstorms um allt land taka gildi á þriðjudag. Við förum yfir málin í Birgi Erni Höskuldssyni, vakthafandi veðurfræðingi.

Einar Stefánsson, trommari, var gestur Felix Bergssonar í Fram og til baka hér á Rás 2 um helgina. Hann er þjóðkunnur tónlistarmaður í hljómsveitum á borð við Hatara og Vök. Í viðtalinu sagði hann frá því áhugi hans á tónlist hefði vaknað snemma en ill hafi gengið finna fjölina í tónlistarnámi. Það vakti nokkra athygli Einsr kallaði blokkflautuna, sem ungt fólk sem stundar tónlistarnám þarf oft byrja læra á, verstu uppfinningu mannsins. Við ætlum ræða blokkflautuna og hvort hún fælir ungt fólk frá tónlistarnámi við Stefán S. Stefánsson, tónlistarmann og skólastjóra Tónlistarskóla Árbæjar.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur sett herlög vegna stríðsins sem hófst í gærmorgun. Minnst 700 Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og yfir 300 hafa látið lífið í árásum Ísraelshers á Gaza. Við ætlum ræða þessi átök, sem hafa alla burði til þess verða alvarlegri og blóðugri en nokkurn tímann fyrr, við Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttakonu á RÚV og sérfræðing í málefnum Mið-Austurlanda.

Nýr formaður ÖBÍ réttindasamtaka var kjörinn um helgina. Alma Ýr Ingólfsdóttir bar sigur úr býtum í afar spennandi kosningum með eins atkvæðis munur sem var á henni og mótframbjóðanda hennar. Við fáum Ölmu Ýri til okkar til ræða stöðuna og hverjar helstu áherslur hennar verða.

Október er mánuður vitundarvakningar um downs-heilkennið. Diljá Ámundadóttir Zöega, móðir Lunu sem er með downs-heilkennið, kíkir til okkar til ræða meðal annars orðfæri í kringum heilkennið og mátt tungutaksins.

Við förum síðan yfir íþróttir helgarinnar í lok þáttar, eins og alltaf á mánudögum, og þar er eitt og annað frétta.

Lagalisti:

Birkir Blær ? Thinking Bout You.

BLUR ? Country House.

MUGISON ? É Dúdda Mía.

ROLLING STONES ? Ruby Tuesday.

UNNSTEINN ? Andandi.

Sigur Rós ? Gold.

Malen ? Right?

THE DRUMS ? Money.

BSÍ ? Vesturbæjar beach.

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

8. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,