Morgunútvarpið

5. des. - Kvíði, gjafaleikir, orð ársins, tækni, jólagjöf ársins

Er kvíði ein helsta rót átaka á miðöldum hér á landi? Þetta er Torfi Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum skoða. Hann rannsakar um þessar mundir tengsl ójöfnuðar og kvíða í íslenskum fornsögum og hvort hann geti leitt til ofbeldis. Torfi leit við hjá okkur og sagði okkur betur frá því.

Tími ljóss, friðar og samfélagsmiðlaleikja er runninn upp. Kvitt og deilt flæðir inn á Facebook og Instagram -veggi flestra í desember. Neytendastofa fylgist vel með þeim sem auglýsa í gegnum samfélagsmiðla sína en hvernig er utan um haldið um leiki sem þessa? Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu spjallaði við okkur um leikina góðu.

RÚV býður landsmönnum venju samkvæmt koma með tillögur orði ársins. Orðið á endurspegla umræðuna í þjóðfélaginu á árinu sem er líða en í fyrra var þriðja vaktin orð ársins og árið 2021 óróapúls. Við ræddum við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV um þau orð sem einkennt hafa árið 2023 og kosninguna sem stendur yfir og lýkur á miðnætti 15. desember.

Guðmundur Jóhannsson tæknispekúlant kíkti til okkar í spjall um rjómann úr tæknigeiranum.

Um helgina tilkynnti Rannsóknarsetur Verslunarinnar gjöf ársins í ár væru samverustundir. En hvað þýðir það? Eru samverustundir orðnar söluvöru sem við getum keypt úti í búð eða þurfum við hugsa út fyrir kassann? Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur lumar á nokkrum góðum ráðum þegar kemur því og við heyrðum í honum.

Lagalisti:

KK & ELLEN - Yfir Fannhvíta Jörð.

STUÐMENN - Slá Í Gegn.

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & SIGRÍÐUR THORLACIUS - Notalegt.

ARCTIC MONKEYS - Fluorescent Adolescent.

Laufey, Jones, Norah - Have Yourself A Merry Little Christmas.

Björk Guðmundsdóttir - Jólakötturinn.

THE NEIGHBOURHOOD - Sweater Weather.

THE POGUES & KIRSTY MCCOLL - Fairytale Of New York.

REA, CHRIS - Driving home for Christmas.

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

4. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,