Byggðaráðstefnan 2023 verður haldin í Hljómahöllinni í dag en þar verða haldin tólf erindi um búsetufrelsi og byggðamál. Við ætlum að ræða við Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur, kynjafræðing, í upphafi þáttar en hún verður með erindi um félagslegt taumhald í litlum sveitarfélögum.
Vinnum gullið er ný stefna í afreksíþróttum sem mennta og barnamálaráðherra vinnur að um þessar mundir. Vésteinn Hafsteinsson afreksíþróttamaður og nýr afreksstjóri ÍSÍ leiðir starfshópinn. Þar er leitast við að svara spurningum eins og hvernig skörum við fram úr og verðum jafnvel betri en keppinautar okkar? Vésteinn kemur hingað til okkar ásamt Ásmundi Einari Daðasyni.
Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, tilkynnti formlega á dögunum að brátt gefist fólki á Evrópska efnahagssvæðinu kostur á að kaupa áskrift sem veitir auglýsingalausa upplifun af samfélagsmiðlunum. Við ætlum að ræða þessar breytingar á samfélagsmiðlaumhverfinu við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, og spyrja hvort þetta kunni að auka skautun í samfélaginu, þegar sum sleppa alfarið við auglýsingar en önnur ekki.
Landris heldur áfram við Þorbjörn og er hraðara en við höfum séð í fyrri gosum á Reykjanesskaga. Á vef veðurstofunnar segir að engin skýr merki séu um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið, það geti þó breyst hratt. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur kemur til okkar að fara yfir stöðuna á þessum tímapunkti.
Langar raðir voru við dekkjaverkstæði í gær enda löglegt að vera á nagladekkjum frá og með 1. nóvember. Þó það sé löglegt er það ekki nauðsynlegt fyrir öll. Loftgæðin líða óneitanlega fyrir nagalana en hverju munar það ef meirihluti fólks skipti yfir í vetrardekk í stað nagladekkja? Við ræðum við Svövu S. Steinarsdóttir sérfræðing í loftgæðum um það og fleira.
Hækkandi lífaldur fólks og fjölgun í hópi aldraðra hefur í för með sér ýmsar áskoranir, ekki aðeins fyrir kerfi samfélagsins heldur einnig fyrir þau sem næst standa öldruðum einstaklingum -þetta hefur Sirrý Sif Sigurlaugardóttir doktorsnemi í félagsráðgjöf verið að rannsaka. Hún segir okkur frá því.
Lagalisti:
GUGUSAR - Röddin í klettunum.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
Malen - Right?.
CALEB KUNLE - All in your head.
Spacestation - Hvítt vín.
THE XX - On Hold.
ARON CAN - Flýg upp.
Bombay Bicycle Club - How Can You Swallow So Much Sleep.
TOM PETTY - Learning To Fly.