Morgunútvarpið

Einmannaleiki, gagnasópun Meta, metasókn í íslensku sem annað mál, lögreglan, húmor í námi og Hrísey

Rauði Krossinn á Íslandi er vekja athygli á því stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika. Þema vikunnar í ár er Tilviljanakennd tengsl en með því er verið benda á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu. Og samtímis er Rauði krossinn leita sjálfboðaliðum sem hefur áhuga á taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum. Við fengum til okkar þau Jóhönnu Stefáns Bjarkardóttur, verkefnafulltrúa hjá Rauða krossinum á Íslandi og sjálfboðaliðann Bjarna Eggertsson.

Við ræddum nokkuð sem kallað hefur verið gagnasópun Meta í Evrópu undanförnu. Hefur stórfyrirtækið hafið söfnun á upplýsingum notenda á Evrópumarkaði til mata þróun þeirra á gervigreind. Tryggvi Freyr Elínarson stjórnandi hjá Datera sagði okkur betur frá því.

Ótrúleg aukning hefur orðið undanförnu á aðsókn í Íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands. 800 manns sóttu um fyrir haustið. Brynja Þorgeirsdóttir, lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, leit við hjá okkur í spjall um áhugann á íslenskunni og töfrana í kennslunni.

Formaður Landssambands lögreglumanna óttast öryggi lögreglumanna en vopnuð útköll Sérsveitarinnar hafa næstum tífaldast á síðustu tíu árum samkvæmt skriflegu svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á dögunum. Formaðurinn, Fjölnir Sæmundsson, kom til okkar til ræða þetta, vopnaburð lögreglu og valdbeitingaheimildir hennar almennt.

Ættum við takast á við vanda drengja í skólakerfinu með húmorinn vopni? Rannsóknir sem unnar hafa verið við Stanford háskóla og Harvard sýna húmor eykur skilvirkni og árangur í námi. Sveinn Waage hefur haldið fyrirlestra um mikilvægi húmorsins við opna Háskólann í Reykjavík. Hann kom til okkar.

Í lok þáttar hringdum við í Lindu Maríu Ásgeirsdóttur, veitingakonu og starfsmann Ferðamálafélags Hríseyjar, til forvitnast um lífið í Hrísey, núna þegar sumarið er fram undan en mikið verður um vera í eynni í sumar.

Lagalisti:

1860 - Íðilfagur

Bubbi Morthens - Dansaðu

Years and Years - King

Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég

Coldplay - Talk

Eurythmics - Here Comes The Rain Again

Sixpence none the richer - Kiss Me

Marvin Gaye - What's Going On

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

13. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,