Morgunútvarpið

7. des. - Heimilisleysi, fátækt, tölvuleikir, samgöngur o.fl.

Í vikunni afhentu forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, neyðarskýlum Reykjavíkurborgar 50 nýjar dýnur. finna jafn harkalega fyrir því þegar fer kólna úti og þau sem glíma við heimilisleysi. Við ræddum stöðuna við Inga Þór Eyjólfsson forstöðumann neyðarskýlisins Lindargötu og Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu.

Fátækt barna dróst saman um 8 prósent á síðasta áratug í 40 ríkustu löndum heims, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Þar kom það þó einnig fram væri aftur á móti ekki ríkari helmingi þeirra landa þakka. Við ræðum við Margréti Júlíu Rafnsdóttur, verkefnastjóra hjá Barnaheill um fátækt barna hér heima og annars staðar.

Við ætlum halda áfram ræða líffæragjöf og flutninga en í gær ræddum við við Vilhjálm Árnason, prófessor emiritus í heimspeki við Háskóla Íslands, um nýja umdeilda aðferð við líffæraflutninga í Bandaríkjunum þar sem skilgreiningu á dauðanum virðist vera breytt. Við ræddum við Runólf Pálsson, forstjóra Landspítalans, og Kristinn Sigvaldason, yfirlækni á spítalanum, um stöðu þessara mála hér heima og regluverkið.

Mikil spenna er innan tölvuleikjaheimsins fyrir útgáfu nýs leikjar úr hinni vinsælu tölvuleikjaröð Grand Theft Auto en tíu ár eru síðan síðasti leikur kom út. Stikla sem birt var úr nýja leiknum á streymisveitunni Youtube hefur slegið áhorfendamet þar, en tölvuleikjaunnendur þurfa þó vera yfirspenntir aðeins áfram, en leikurinn sjálfur kemur líklega ekki á markað fyrr en eftir tvö ár. Við ætlum ræddum við Davíð Kjartan Gestsson, tölvuleikjasérfræðing, um þennan vinsæla leik og það sem koma skal.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, verður gestur okkar í lok þáttar en í grein á Vísi í gær spurði hann hvort of vont veður væri á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur. Við ræddum við hann um stöðu borgarlínu og hvort talið íslensk veðrátta hafi veruleg áhrif á notkun almenningssamgangna hér á næstu árum.

Lagalisti:

BROTHER GRASS - Frostið.

BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Majones jól.

JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.

THE KOOKS - She Moves In Her Own Way.

DARLENE LOVE - All alone on Christmas.

ICEGUYS - Þessi týpísku jól.

THE BLACK KEYS - Lonely Boy.

KK & ELLEN - Meiri Snjó.

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

6. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,