Morgunútvarpið

Umferðaröryggi, kjaramál, olíusjóður, Hákon Rafn, sundmenning og spil

Guðbergur Reynisson ræddi umferðaröryggi við okkur en mörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni í vetur, þar af sex banaslys í janúar sem er meira en allt árið í fyrra. Hann kallar eftir alvöru samráði og átaki þeirra sem málið varðar.

Sigurður Pétursson sagnfræðingur ræddi kjaramálin við okkur og líkur á samningum en kjarasamnningar á almennum vinnumarkaði runnu út á miðnætti í nótt.

Norski olíusjóðurinn skilaði methagnaði á síðasta ári samkvæmt nýbirtu uppgjöri, 2,2 billjónum norskra króna, jafnvirði um 29 þúsund milljarða íslenskra króna. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands ræddi sjóðinn og hugsanlegan svipaðan íslenskan þjóðarsjóð.

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður okkar í fótbolta, hefur samið við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford til ársins 2028. Tómas Þór Þórðarson, knattspyrnusérfræðingur sem sér um umfjöllun um enska boltann hjá Sjónvarpi Símans, mætti til okkar og ræddi þessi tíðindi og fleira tengt enska boltanum.

Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur og ritstjóri vefsins Lifandi hefðir sagði okkur frá vinnu við tilnefna íslenska sundmenningu á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf og almenningur getur lagt sitt af mörkum í því máli.

Um næstu helgi verður mikil spilagleði á Hvolsvelli undir nafninu Spilavin þar sem spilafólk mun fjölmenna og hafa gaman. Hilmar Kári Hallbjörnsson er einn þeirra sem viðburðinum koma og hann kíkti til okkar í spilaspjall.

Tónlist:

Hjálmar - Manstu.

Elton John - Goodbye yellow brick road.

Paul Weller - Wild wood.

Dua Lipa - Houdini.

A-ha - Cry Wolf.

Una Torfa - Fyrrverandi.

The Beatles - Ticket to ride.

Soft Cell - Tainted love.

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

31. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,