Morgunútvarpið

30. nóv. - Útgjöld, fíknivandi, brunavarnir, fasteignir o.fl.

Foreldrar kvarta sáran yfir útgjöldum sem fylgja því halda uppi unglingum um þessar mundir, ekki síst þegar jólin eru fram undan. Áhrifavaldar og samfélagsmiðlar ýta mjög dýrum vörum og lífstílsvenjum ungum krökkum og hjarðhegðunin virðist nálægt því setja sumar fjölskyldur á hausinn. Við ræddum þessa miklu pressu og kvíðann sem fylgir því vera ekki eins og hin við Katrínu Mjöll Halldórsdóttur barna- og unglinga sálfræðing.

Fordómar í garð fólks með fíknivanda eru mun meiri en í garð fólks með annars konar geðsjúkdóma. Til mynda er helmingur ekki tilbúinn til eiga í félagslegum samskiptum eða vingast við fólk með fíknivanda. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var fyrir Geðhjálp. Sigrún Ólafsdóttir prófessor kom til okkar en hún fór fyrir rannsókninni.

Maður sem fluttur var þungt haldinn á sjúkrahús eftir bruna í Stangarhyl lést í fyrradag. Það sem af er árinu hafa fjórir alvarlegir brunar orðið í húsnæði þar sem notkun samræmist ekki skráningu húsnæðis og aðalskipulagi sveitarfélags. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð húseiganda þurfi vera skýrari í þessum málum. Hann fór yfir stöðuna.

Við ræddum stöðuna á fasteignamarkaði eftir átta fréttir við Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðing hjá Íslandsbanka, en framkvæmdastjóri Snorrahúsa sagði í samtali við Viðskiptamoggann í gær fasteignafélagið íhugi taka 26 óseldar íbúðir úr sölu því ekki séu góðar aðstæður á markaði til selja núna. Þá taldi hann íbúðaverð gæti hækkað um 25 prósent á næstu tveimur til þremur árum.

Breiðablik mætir ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag á Kópavogsvelli en Blikar voru hvattir af formanni félagsins Ísland-Palestína, og fleiri, til sniðganga leikinn sökum mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Við ræddum þessi mál við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing.

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis kom til okkar og við ræddum stöðu reykinga hér á landi, frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir sem um var rætt á Alþingi í gær og hvort við ættum fara þá leið sem til stóð fara í Nýja Sjálandi, en var horfið frá á dögunum.

Lagalisti:

Sigur Rós - Gold.

TOM WAITS - Christmas Card From A Hooker In Minneapolis.

VÖK - Miss confidence.

Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.

ARNÓR DAN - Stone By Stone.

Miley Cyrus - Flowers.

THE POLICE - Every Little Thing She Does Is Magic.

BSÍ - Vesturbæjar beach

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

29. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,