Morgunútvarpið

23. ágúst 2023

Ákvörðun Japanskra stjórnvalda veita geislavirku vatni frá kjarnorkuverinu Fukushima út í sjó hefur verið mjög umdeild. Losunin hefst á morgun og til stendur veita yfir milljón tonnum af geislavirku fráveituvatni út í hafið á 30 árum. Hversu mikil áhrif mun það koma til með hafa á heimsins höf? Gísli Jónsson viðbúnaðarstjóri hjá Geislavörnum ríkisins ræddi málið við okkur.

Covid virðist vera sækja í sig veðrið og hefur fjöldi smita hér a landi þrefaldast frá því sem var í síðasta mánuði. En hversu illa veikist fólk og þarf yfir höfuð hafa áhyggjur af Covid smiti frekar en af hverju öðru kvefi? Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir getur helst svarað því og kíkti til okkar.

Höfuðborgarbúum brá mörgum í brún við ógnarmiklar drunur þriggja B2 Spirit sprengjuþota sem flugu yfir borgina í 14-17 þúsund feta hæð síðdegis í gær. Þoturnar komu til landsins fyrr í mánuðinum og eru þær dýrustu í heimi. Hver B2 þota getur borið allt 16 kjarnorkusprengjur í einu og eru þær taldar einhver hættulegustu vopn sem til eru. Mega borgarbúar búast við áframhaldandi flugi þeirra yfir borginni? Við ræddum málið við Jónas Allansson, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins.

Í tilefni af 150 ára afmæli íslenska frímerkisins gefur Pósturinn út fjögur frímerki í ár. Fyrstu íslensku frímerkin voru gefin út 1873, hin svokölluðu skildingafrímerki. Pósturinn minnist þessara tímamóta með útgáfu smáarkar sem inniheldur fjögur sjálflímandi frímerki og er útgáfudagur í dag. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, kom til okkar ræða þessi tímamót sem og þjónustu Póststins á nýjum tímum.

Í gær hófst bæjarhátíð Mosfellinga, Í túninu heima, sem stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá er eins og vera ber þegar bæjarhátíðir eru annars vegar. Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar var gestur okkar í lok þáttar. Við spurðum út í bæjarhátíðina, mannlífið í Mosó og framtíðarhorfur og plön bæjarfélagsins.

GDRN - Hvað er ástin.

Birkir Blær - Thinking Bout You.

MARK RONSON & LYKKE LI - Late Night Feelings.

MUGISON - Stóra stóra ást.

LAY LOW - Please don't hate me.

Árstíðir - Let's Pretend.

TOPLOADER - Dancing In The Moonlight.

Frumflutt

23. ágúst 2023

Aðgengilegt til

22. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,