Morgunútvarpið

29. desember

Áramótin eru tími völvunnar - tímamót þar sem fólk vill eiga samtal við örlaganornirnar. Frá elstu tímum eru til sagnir um konur sem vissu lengra en nefi sínu. Þar á meðal eru völvurnar sem nutu mikillar virðingar, þó hún væri stundum óttablandin enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það sem öðrum var hulið. Sigurður Ægisson hefur tekið saman sögur nokkurra þeirra í bók sinni Völvur á Íslandi og segir okkur betur frá því í byrjun þáttar.

Í dag er þriðji dagur tjaldmótmæla sem Palestínumenn á Íslandi standa fyrir. Fólkið sem hefur gist í tjöldum fyrir utan alþingishúsið hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu en óttast um fólkið sitt sem enn er fast á Gaza. Askur Hrafn Hannesson hefur verið þeim innan handar og verður á línunni.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta, en við ætlum gera upp árið í alþjóðapólitíkinni, og lítum kannski fyrst og fremst til Evrópu í þeim efnum, þar sem mikið hefur gengið á á árinu.

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur komið reglulega til okkar á árinu til ræða stöðuna á hlutabréfamarkaði og breytingar þar. Hann verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ætlum gera upp litríkt ár í Kauphöllinni.

Um áramót setja mörg sér metnaðarfull markmið. Lena Magnúsdóttir þekkir það og í krafti umhverfisverndar setti hún sér það markmið fyrir einhverju síðan kaupa ekkert nýtt í heilt ár. Stóð hún við það og hvernig í ósköpunum? Við heyrum í henni.

Sturla Brynjólfsson, sálfræðingur, verður síðan hjá okkur í lok þáttar þegar við veltum fyrir okkur andlegum áhrifum áramótaheita og markmiðasetningu á nýju ári.

Frumflutt

29. des. 2023

Aðgengilegt til

28. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,