Morgunútvarpið

8. ágúst - Noregur, Fjallaböð, Hinsegindagar, Bandaríkin og geimverur

Okkur barst stutt póstkort frá Steineyju Skúladóttur í Hljóðvegi 1 en hún hitti nokkra vaska pilta úr Bæjarvinnunni á Fáskrúðsfirði um helgina.

Í Noregi er í gildi rauð veðurviðvörun vegna gríðarlegs skýfalls og vinda. Óveðrið gekk yfir önnur lönd á Skandinavíuskaganum síðustu daga en í Noregi búast við veðrið hafi í för með sér aurskriður og aðrar skildar náttúruhamfarir. Við heyrðum í Atla Steini Guðmundssyni blaðamanni á Morgunblaðinu, sem er búsettur í Noregi.

Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Þjórsárdal sem á laða ferðamenn á svæðið. Nýlega var fyrsta skóflustungan tekinn fyrir Fjallaböðin sem verður baðstaður og 40 herbergja hótel en einnig Gestastofa Þjórsárdals sem mun rísa í mynni Þjórsárdals. Umhverfis- og sjálfbærnisjónarmið eru höfð leiðarljósi við alla uppbyggingu. Á dögunum úrskurðaði Skipulagsstofnun upp­bygg­ing­in á svæðinu þurfi ekki gang­ast und­ir um­hverf­is­mat eins og Umhverfisstofnun fór fram á. Magnús Orri Schram, framkvæmdarstjóri Fjallabaðana, kom til okkar til segja okkur nánar frá þessari liðlega 8 milljarðar króna framkvæmd í Þjórsárdal.

Hinsegindagar eru hafnir og borgin iðar af lífi í tengslum við hátíðahöldin sem hápunkti á laugardag með gleði- og kröfugöngu hinseginfólks. Við ætlum gera hinsegindögum rækilega skil í vikunni og fjalla um eitt málefni þeim tengdum á dag en við riðum á vaðið með því ræða lagaleg réttindi íslensks hinseginfólks og stöðu mannréttindahópsins vítt og breytt um heiminn við Hönnu Katrínu Friðriksson þingflokksformann Viðreisnar

Það hefur meira en nóg verið frétta af Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu. Í dag klukkan átta hófst leikur Kólumbíu og Jamaíka og klukkan ellefu mætast Frakkland og Marókkó í síðasta leik 16 liða úrslita mótsins þar sem bæði Bandaríkin og Þýskaland eru úr leik. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona kom og fór yfir íþróttir helgarinnar með okkur.

Í lok þáttar mætti Sævar Helgi Bragason svo galvaskur og ræddi geimverur við okkur.

Tónlist

HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).

GOTYE - Somebody That I Used To Know.

HELGI BJÖRNSSON - Ég Skrifa Þér Ljóð Á Kampavínstappa.

DUA LIPA - Dance The Night.

BUBBI MORTHENS - Aldrei Fór Ég Suður.

BIRNIR - Spurningar (ft. Páll Óskar).

Frumflutt

8. ágúst 2023

Aðgengilegt til

7. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,