Morgunútvarpið

Flökun í Grindavík, þýsk mótmæli, Beckenbauer, staða ríkisstjórnar ofl

Flökunarvélar Einhamars Seafood í Grindavík voru settar af stað í fyrsta sinn í tvo mánuði í morgunsárið. Í dag var unnin afli af grindvísku bátunum Gísla Súrssyni GK og Vésteini GK sem var slægður í gær. Við tókum púlsinn á Öldu Agnesi Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Einhamars.

Þýskir bændur flykktust í þúsunda tali á traktorum sínum út á götur og hraðbrautir í Þýskalandi í gær, lokuðu vegum og mótmæltu þannig fyrirhuguðum breytingum á niðurgreiðslum í landbúnaði, en stefnt er á halda mótmælum áfram næstu daga. Við ræddum við Eirík Ásþór Ragnarsson, hagfræðing sem búsettur er í Þýskalandi, um mótmælin, áhrif þeirra og stöðu efnahagsmála í landinu.

Greint var frá því í gær ein helsta goðsögn knattspyrnunnar, Franz Beckenbauer, Der Kaiser, væri látinn, 78 ára aldri. Beckenbauer vann bæði HM og EM með Vestur-Þýskalandi, var einn af þremur til vinna HM bæði sem leikmaður og þjálfari, en auk þess var hann tvisvar valinn besti leikmaður Evrópu. VIð ræddum við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing, um Beckenbauer og áhrif hans á fótboltann.

Við ræddum stöðu ríkisstjórnarinnar og mögulega vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þegar við fórum yfir málin með fjölmiðlamanninum Birni Inga Hrafnssyni og almannatenglinum Kolbeini Marteinssyni, en þeir hafa einnig báðir verið aðstoðarmenn ráðherra í ríkisstjórnum þar sem margt gekk á.

Hafa hugmyndir okkar um fyrirgefninu breyst á undanförnum árum og hvernig þá? Þegar metoo bylgjur síðustu ára riðu yfir kviknuðu ótal spurningar um innihald og merkingu afsökunarbeiðna og stöðu þess sem beðinn er fyrirgefningar. Þetta er nokkuð sem Elín Pjetursdóttir hefur verið rannsaka í doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands. Við fengum hana til okkar í spjall um málið.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, var svo hjá okkur í lok þáttar, venju samkvæmt.

Umsjón: Ingvar og Hafdís

Lagalisti:

Elín Hall - Manndráp af gáleysi.

Mugison - Gúanó kallinn.

Inspector Spacetime - Smástund.

THE VACCINES, THE VACCINES - If You Wanna.

Kraftwerk - Das Model.

ÉG - Eiður Smári Guðjohnsen.

PULP - Common People '96.

TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINASAURS - Crosswalk.

BEYONCÉ - CUFF IT.

Frumflutt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

8. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,