Morgunútvarpið

Fimbulkuldi, sorphirða, Eyjar, fréttaspjall, hellar, Landspítali

Veðrið hefur gert frændum okkar í Skandinavíu lífið leitt undanförnu. Fimbulkuldi og óveður hefur valdið miklum vandræðum vegna samgöngutruflana, til mynda í Svíþjóð og frostið hefur ekki mælst jafn mikið í Norður Svíþjóð allt frá 1901. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fór með okkur í saumana á veðrinu þar ytra og hér heima.

Mikið er rætt um sorphirðu á samfélagsmiðlum þessa dagana og kvartar fólk undan fullum tunnum í hinum ýmsu hverfum. Þá eru grenndargámar víða yfirfullir og fréttir hafa einnig borist af tunnum sem ekki eru tæmdar þar sem ekki hefur verið flokkað rétt ofan í þær. Við fengum til okkar Gunnar Dofra Ólafsson samskipta- og þróunarstjóra Sorpu og tókum stöðuna á sorphirðumálum í upphafi árs.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var á línunni hjá okkur en fram undan er þrettándahelgin sem alltaf er hin líflegasta í Eyjum, en þess utan er margt frétta þar og við heyrðum af stöðu mála varðandi vatnslögn, samgöngur og fleira.

Við ræddum svo helstu tíðindi vikunnar með góðum gestum, þeim Ingu Auðbjörgu Straumland og Pétri Markan.

Fjöldi fólks hefur heimsótt hellana á Hellu, sem eru manngerðir hellar sem segja magnaða sögu. Á morgun ætlar Hanna Valdís Guðjónsdóttir sauðfjárbóndi veita leiðsögn um hellana og tengja þá sauðfjárbúskap. Við hringdum austur á Hellu og heyrðum í Hönnu Valdísi.

Í fréttum í gær var sagt frá því ástand á yfirfullri bráðamóttöku Landspítala hafi sjaldan ef aldrei verið jafn slæmt og nú. Ekki væri hægt tryggja öryggi sjúklinga við aðstæður sem þessar. Við heyrðum í Kristjánssyni framkvæmdastjóra lyflækninga- og bráðasviðs Landspítala og tókum stöðuna inn í helgina.

Tónlist:

Hjálmar - Það sýnir sig.

Una Torfa - Í löngu máli.

The Cardigans - You're the storm.

Mugison - Gúanó kallinn.

Jónfrí - Aprílmáni.

Elín Hall - Manndráp af gáleysi.

Karl Örvarsson - 1700 vindstig.

R.E.M. - Stand.

Earth, Wind and Fire - September.

Frumflutt

5. jan. 2024

Aðgengilegt til

4. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,