Morgunútvarpið

29. september - Æstir foreldrar, félagsmálaráðherra og leikrit

Uppskeruhátíð vísindanna hér á landi fer fram um helgina. Það er sjálfsögðu vísindavaka Rannís sem hefur löngu skipað sér sess sem árlegur viðburður hjá mörgum enda er þar hægt kynna sér ótrúlegustu hluti. Davíð Fjölnir Ármannsson kynningarfulltrúi Rannís segir okkur allt sem við þurfum vita um veisluna.

Lillý Valgerður Pétursdóttur, fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, hefur undanfarið unnið þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 og Stöð 2 Sport frá og með næsta mánudegi, þar sem menningin í kringum íþróttir er skoðið. Í fyrsta þætti er kafað í hegðun foreldra á vellinum sem er, eins og mörg vita, allt annað en til fyrirmyndar. Við ætlum ræða um æsta foreldra og íþróttamenninguna við Lillý Valgerði.

Guðrún Hafstein dómsmálaráðherra sagði, í samtali við Morgunblaðið í gær, sérstakt búin væru til úrræði til handa fólki sem búið væri brjóta lög. Þar vísaði hún til samnings sem vinnumarkaðs og félagsmálaráðherra hefur gert við rauðakrossinn um neyðaraðstoð við það fólk sem hefur fengið endanlega synjun um hæli og misst rétt á hvers kyns aðstoð hins opinbera. Þá hefur samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýnt ákvörðunina harðlega og segja hana tekna algjörlega einhliða af ráðherranum og í andstöðu við vilja sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðs og félagsmálaráðherra kemur til okkar.

Við förum yfir fréttir vikunnar í dag, eins og alltaf á föstudögum eftir átta fréttir, í þetta skiptið með Guðmundi Kristjáni Jónssyni, borgarskipulagsfræðingi, og Karen Björg Þorsteinsdóttur, uppistandara og handritshöfundi.

Gunnar Helgason, rithöfundur og leikstjóri, mætir í föstudagsspjall til okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu. Það er nóg frétta hjá honum eins og alltaf, en um helgina frumsýnir hann fjölskyldusýninguna Drottningin sem kunni allt nema... í Bæjarbíó í Hafnarfirði.

Á sunnudaginn mun Bíó Paradís í samstarfi við Kósý Kino verkefnið og Kino Usmev bjóða upp á skynvæna sýningu á stórmyndinni AKIRA eftir Katsu-hiro Ôtomo. Fólk gæti spurt hvað er skynvæn sýning? Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastýra Bíó Paradísar ætlar segja okkur betur frá því á eftir en þær eru til mynda sérstaklega hentugar einhverfum og fólki sem þolir illa áreiti.

Bubbi Morthens - Serbinn.

BLUR - Barbaric.

GDRN - Parísarhjól.

ÍRAFÁR - Stórir Hringir.

JÚNÍUS MEYVANT - Neon Experience.

Frumflutt

29. sept. 2023

Aðgengilegt til

28. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,