Morgunútvarpið

Samfónía, kynjaþing, breskar kosningar, heilsugæslan, sakadómstóll og dansmaraþon.

Í janúar veitti Rannís Listaháskóla Íslands viðamikinn rannsóknarstyrk til rannsaka verkefni MetmorPhonics, listræna stjórnun og áhrif á bæði þátttakendur í endurhæfingu sem og á nemendur í háskólanámi. Verkefninu er stýrt af Listaháskóla Íslands og fyrsti viðburður rannsóknarverkefnisins fer fram á Listahátíð í Reykjavík, þar sem fagaðilum úr heilbrigðis og listageiranum verður boðið taka þátt í skapandi ferli Kordu Samfóníu með meðlimum hljómsveitarinnar fyrir framan áhorfendur. Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, meðrannsakandi Listaháskóli Íslands, stofnandi og listrænn stjórnandi MetamorPhonics og Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, sem kynntist verkefninu í gegnum endurhæfingu komu til okkar til segja okkur betur frá verkefninu.

Kynjaþing verður haldið í sjötta sinn um helgina þar sem hin fjölbreyttustu málefni tengd jafnrétti verða tekin fyrir. (Aktívistar frá Palestínu ræða um stöðu kvenna á hernumdum svæðum, listafólk um baráttuna gegn ofbeldi, þá verður fjallað um stöðu mæðra fatlaðra barna, reynsluheim unglinga og margt fleira). Tatjana Latinović formaður Kvenréttindafélags Íslands kom og sagði okkur frá því.

Ólafur Þ. Harðarsson, stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, kom til ræða breska pólitík en Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, boðaði óvænt í gær til kosninga þar í landi þann 4. júlí.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins leit við hjá okkur. Við ræddum stöðuna þegar kemur yfirbókuðum heimilislæknum og hvort hægt væri nýta tíma þeirra betur.

Saksóknari við Alþjóða sakamáladómstólinn fór fyrr í vikunni fram á gefin yrði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanjahú og leiðtoga Hamas samtakanna á Gasa. Í gær kvaðst svo Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viljugur til vinna með bandaríska þinginu innleiðingu refsiaðgerða gegn embættismönnum Alþjóðasakamáladómstólsins fyrir vikið. Hvers konar hringavitleysa er þetta? Þórdís Ingadóttir prófessor við lagadeild HR kom ræða málið.

Á laugardaginn fer fram dansmaraþon til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Listasafni Íslands. En dansmaraþon er góðgerðarviðburður þar sem fólk með mismunandi líkamlega hreyfigetu og upplifanir hittist á dansgólfinu og dansar saman fyrir jöfnum tækifærum. Kynnir verður Bjartey Elín Hauksdóttir og hún kom til segja okkur meira frá þessum viðburði.

Lagalisti:

Hjálmar - Það sýnir sig

Nemo - The Code

Sigrún Stella - Baby Blue

Level 42 - Lessons In Love

Noisettes - Never Forget You

Kvikindi - Gæti einhver?

Frumflutt

23. maí 2024

Aðgengilegt til

23. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,