Morgunútvarpið

31. okt. -Hrekkjavaka, tunglið, kvennalandsliðið og Hollvættir á heiði

Um næstu helgi verður nýtt íslenskt barnaleikrit, Hollvættir á heiði eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra, frumsýnt í Menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum, en um er ræða atvinnu leikhússýningu með öllu tilheyrandi. Verkefnið er með þeim stærri sem Sláturhúsið hefur tekið þátt í og við slógum á þráðinn austur og heyrðum í Ragnhildi Ásvaldsdóttur forstöðumanni sem segir okkur meira.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Þjóðverjum á Laugardalsvelli í Þjóðadeild kvenna í kvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir verður því miður ekki með þessu sinni, en hún hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Sveindís Jane hefur þó ekki setið auðum höndum og geysist fram á ritvöllinn með nýja bók þar sem saga hennar er rakin. Í tilefni af útkomu bókarinnar skaust Sveindís Jane hingað heim og við heyrðum í henni ásamt útgefanda hennar Sæmundi Norðfjörð og ræddum fótboltann, lífið og nýju bókina.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði um breytingu á skattlagningu matvæla á landsfundi Miðflokksins um helgina og sagðist þar telja það væri komið tilefni til leggja af virðisaukaskatt á matvæli, í tvö ár hið minnsta. Þannig mætti strax hafa áhrif á lífskjör og verðbólguna, og þannig vaxtastig líka. Við ræddum þessa hugmynd betur við Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og spurðum hvort verðbólgan minnki við lækka eða afnema virðisaukaskattinn og hvort almenn velferð aukist almennt við slíkar aðgerðir.

Það fer líklega ekki fram hjá mörgum í dag er Hrekkjavaka, hátíð sem hefur á síðustu árum haldið innreið sína á Íslandi, en á sér þó lengri sögu hér á landi en mörg gera sér grein fyrir. Við töluðum um hrekkjavökuna við Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Við horfðum svo til himins í lok þáttar með Sævari Helga Bragasyni, okkar helsta sérfræðingi í himingeimnum, og þessu sinni var tunglið í brennidepli.

Tónlist:

Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.

Sébastien Tellier - Divine.

Bee Gees - Jive Talkin'

Helena Eyjólfsdóttir - Reykur.

Júníus Meyvant - Rise up.

Björk - Army of me.

Ed Sheeran - American Town.

Vök - Illuminating.

Stefán Hilmarsson og Possibillies - Tunglið mitt.

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

30. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,