Morgunútvarpið

14. ágúst - Sundbíó, Inga Sæland og Menningarnótt

Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson

Í tilefni af 20 ára afmæli RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verður hið reglulega sundbíó stærra en nokkru sinni fyrr þegar stúkan í Laugardalslaug verður opnuð almenningi í fyrsta sinn í áraraðir. Stúkan, sem rúmar 2600 manns, hefur nýlega verið tekin í gegn og hefur ekki litið svona vel út síðan fyrir aldamót. Til segja okkur nánar af þessu komu til okkar þau Sunna Axels, framleiðandi RIFF og Ragnar Jón Hrólfsson fjölmiðlafulltrúí RIFF.

Inga Sæland sló heldur betur í gegn á dögunum í þættinum Félagsheimilið hér á Rás2 þegar hún tók lagið óvænt í beinni. Friðrik Ómar, annar stjórnenda þáttarins, var fljótur kveikja og fékk hana líka til taka lagið á sviðinu á Fiskideginum mikla á Dalvík. Við hringdum í Ingu.

Menningarnótt í Reykjavik er framundan og við fengum til okkar Guðmund Birgir Halldórsson, viðburðarstjóra, til fara yfir það helsta.

Steiney Skúladóttir á Hljóðvegi 1 var á Fiskideginum mikla á Dalvík um helgina. Hún skrapp baksviðs á Fiskidagstónleikunum og talaði þar við Steinda og Audda Blö. Hún sendi okkur smá pistil.

Og þá var Jóhann Alfreð Kristinsson líka á Hljóðvegi 1 um helgina en hann var á Hellisandi og talaði við Kára Viðarsson.

Svo förum við yfir íþróttir helgarinnar í lok þáttar. Óðinn Svan Óðinsson íþróttafréttamaður var í hljóðstofu RÚV á Akureyri.

Lagalisti:

VALDIMAR - Hverjum degi nægir sín þjáning.

DAVID KUSHNER - Daylight.

GDRN - Af og til.

Birkir Blær - Thinking Bout You.

SUPERSERIOUS - Bye Bye Honey.

TINA TURNER - The Best.

Árstíðir - Let's Pretend.

The Weeknd - In Your Eyes.

BILLY JOEL - Movin' Out (Anthony's Song).

TWENTY ONE PILOTS - Stressed Out.

Frumflutt

14. ágúst 2023

Aðgengilegt til

13. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,