Morgunútvarpið

28. september - Repúblikanar, ræstingafólk og markaðir

skýrsla Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sýnir staða þeirra sem starfa við ræstingar er verri en þeirra sem eru í öðrum störfum á öllum mælikvörðum. Við ræddum stöðu ræstingafólks við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem sagði í Facebook færslu í gærkvöldi skýrslan staðfesti það sem Efling hafi talað um síðasta hálfa áratuginn, aðfluttar konur á íslenskum vinnumarkaði búi við viðurstyggilegan og lífsskemmandi þrældóm.

Í nótt fóru fram aðrar kappræður þeirra Repúblikana sem sækjast eftur útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Við ræddum kappræðurnar, stöðu Repúblikanaflokksins og forsetakosningarnar framundan við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, og sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna.

Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni hefur lækkað um tæpa 214 milljarða króna það sem af er þessu ári, en virði átján þeirra hefur lækkað og sex hækkað. Við rýndum betur í stöðuna á íslenska hlutabréfamarkaðinum með Snorra Jakobssyni, hagfræðingi og eiganda Jakobsson Capital.

Í dag hefst þriggja daga málþing í Háskólanum í Reykjavík um vellíðan barna í rafrænum heimi. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, og Arthur Myhre Scott, þjónustuhönnuður og kennari hjá Háskóla Íslands, voru meðal fyrirlesara og þeir verða gestur okkar hér eftir átta fréttir.

Við héldum áfram ræða kosningaþátttöku innflytjenda og inngildingu þegar Nichole Leigh Mosty var gestur okkar hálf níu. Hún kynnir á morgun niðurstöður skýrslu um þessi mál, inngildingu, menntun og fullorðinsfræðslu.

Fjöldi þeirra sem hafa neyðst til færa lánin sín úr óverðtryggðum yfir í verðtryggð hefur stóraukist undanfarna mánuði og til mynda tvöfölduðust slík lán í júlí milli mánaða. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, undrar sig á því ekki til ein einasta nefnd sem vinni því finna lausnir til gera Ísland lágvaxtalandi. Á sama tíma er 80 manna nefnd sem vinni nýrri byggingarreglugerð. Hann telur það þurfi kerfisbreytingu hérlendis. Páll Heiðar mætti til okkar til útskýra betur hvað hann á við.

SYSTUR - Furðuverur.

SIXPENCE NON THE RICHER - There She Goes.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).

THE BEATLES - We Can Work It Out.

KRUMMI - Bona fide (ft. Soffía Björg).

DÚKKULÍSUR - Svarthvíta hetjan mín.

Bryan Ferry - Dont stop the dance.

PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

27. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,