Morgunútvarpið

21. ágúst - Bruni í óleyfisbúsetu, leikhúsárið, freyðivínshlaup o.fl.

Það er farið krauma undir leikhúsunum en leikárin eru í þann mund hefjast. Við fengum til okkar Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóra til segja okkur frá því hvað er framundan og hvernig þau ætla yngja upp í áhorfendahópnum.

Þau Steiney og Jóhann Alfreð hafa verið á ferð og flugi á Hljóðvegi 1 í allt sumar og sent frá sér póstkort héðan og þaðan af landinu. er komið síðasta póstkortinu þetta sumarið. En Hljóðvegur 1 var á ferð um Reykjanesskagann fyrir helgi og hann Jóhann Alfreð leit meðal annars við í Grindavík. Þar kíkti hann í verslunina Blómakot þar sem finna blóm, gjafavöru og lítið kaffihús og ræddi við Guðfinnu Bogadóttir, eða Guggu, eiganda verslunarinnar sem hefur rekið hana í 15 ár.

Slökkviliðið telur á annan tug manns hafa verið til heimilis í iðnaðarhúsi við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði sem eyðilagðist í bruna í gær. Vekja þurfti minnsta kosti sex íbúanna til bjarga þeim út þegar mikill eldur logaði í húsinu og mikil gæfa þykir ekki fór ver. Í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 2020, þar sem þrjú létust, var ráðist í átakið örugg búseta fyrir alla. Í ár hefur litlu mátt muna í tveimur eldsvoðum þar sem fjöldi fólks býr í iðnaðarhúsnæði. Hefur staðan ekkert batnað? Birgir Finnsson starfandi slökkvistjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom til okkar.

Á laugardaginn tóku um 11 þúsund manns þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Við ætlum tala um hlaup en þessu sinni hlaup með öðru sniði. Hið árlega Sumarkjóla- og freyðivínshlaup verður haldið á morgun, þriðjudag, í Elliðaárdalnum. Hlaupið er 5 kílómetra langt og hlaupið er í sumarkjólum og drykkjustöðvarnar eru með freyðivíni í stað vatns. Þær Birna Jónsdóttir og Rakel Jóhannsdóttir eru skipuleggjendur hlaupsins og koma til okkar til segja okkur nánar frá þessu sérstaka hlaupi.

Eins og alltaf á mánudögum skoðum við helgarsportið. Óðinn Svan Óðinsson íþróttafréttamaður fór með okkur yfir íþróttir helgarinnar.

Lagalisti:

JÓNAS SIG - Vígin falla.

COLDPLAY - Yellow.

METRONOMY - The Look.

NIALL HORAN - Heaven.

GDRN - Vorið.

AMY WINEHOUSE - Back To Black.

POST MALONE - Chemical.

STEVIE NICKS - Edge Of Seventeen.

Frumflutt

21. ágúst 2023

Aðgengilegt til

20. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,