Morgunútvarpið

3. ágú - Dómsmálaráðherra, minjar undan jökli, hross og hátíðir

Við héldum áfram taka stöðuna á þeim hátíðinum sem fara fram um verslunarmannahelgina. Neistaflug í Neskaupstað fagnar 30 ára afmæli í ár og við settum okkur í samband við Maríu Bóel Guðmundsdóttur sem er framkvæmdarstjóri Neistaflugs.

Líkamsleifar fjallgöngumanns sem hvarf nærri tindinum Matterhorn í Sviss árið 1986 fundust á dögunum þegar jökullinn, sem fjallgöngugarpinn var þvera, tók hopa vegna loftslagsbreytinga. Fréttin vekur upp spurningar um okkar eigin jökla og hvað gæti komið í ljós við frekari bráðnun þeirra. Eigum við von á því finna jarðneskar leyfar fjallgöngufólks, flugvélabrök eða jafnvel fornminjar? Tómas Jóhannesson fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði kom til okkar til fjalla um ráðgáturnar undir jökli.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var gestur þáttarins. Við ræddum við hana um málefni hælisleitenda, sem hafa verið í deiglunni í vikunni, en einnig fyrstu daga hennar í embætti sem hafa verið vægast sagt hávaðasamir innan hennar eigin flokks, Sjálfstæðisflokksins.

Næsti staður í yfirreið okkar yfir hátíðir á landinu um verslunarmannahelgina var Siglufjörður. Þar fer fram hátíðin Síldarævintýrið á Siglufirði. Markmið hátíðarinnar eru fyrst og fremst tvö; kynna og sýna allt það helsta sem Siglufjörður hefur upp á bjóða og gefa bæjarbúum tækifæri til koma saman og eiga góðar stundir. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðstjóri Fjallabyggðar, sagði okkur meira af hátíðarhöldunum.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Hollandi í næstu viku. Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan. Nítján þjóðir hafa keppnisrétt á mótinu og búast við miklum fjölda gesta þá sjö daga sem það stendur yfir. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landsambands hestamanna, er gera sig klárann fara utan og í mörg horn er líta. Hann kom til okkar í lok þáttar.

Tónlist

STUÐMENN - Reykingar.

DAVID KUSHNER - Daylight.

ÁRSTÍÐIR - Let's Pretend.

COLDPLAY - Every Teardrop Is A Waterfall.

PÁLL ÓSKAR - Allt Fyrir Ástina.

PHIL COLLINS & PHILIP BAILEY - Easy Lover

Frumflutt

3. ágúst 2023

Aðgengilegt til

2. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,