Morgunútvarpið

Grindvíks atvinnustarfsemi, krabbameinsskimanir, kjaraviðræður, fjáraflanir á Facebook og öfgatónlist

Grindvísk fyrirtæki vilja komast í bæinn til halda lífi í atvinnustarfsemi þar á bæ. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík kom til okkar í byrjun þáttar.

Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hefur áhyggjur af verri aðsókn íslenskra kvenna í krabbameinsskimanir og kíkti í spjall um málið.

Við fórum yfir stöðuna í kjaraviðræðum, möguleg verkföll og forsenduákvæði við Sigurð Pétursson, sagnfræðing sem mikið hefur skrifað um verkalýðsmálin, um það bil korter í átta.

Við veltum fyrir okkur fyrirkomulagi fjáraflana með Ragnhildi Skúladóttur, sviðsstjóra fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

Hvað er öfgatónlist, hvaða fólk býr hana til og hvernig er henni dreift? Við ræddum öfgatónlist við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og tónlistarsérfræðing.

Er lausnin við hrumum líkama lyfta, jafnvel mjög þungum lóðum? Hversu þung lóð ráða jafnvel níræðir við? Arnar Hafsteinsson, íþróttafræðingur og doktorsnemi við heilbrigiðsvísindasvið fór yfir það með okkur.

Lagalisti:

FLOTT - Mér er drull.

Magnús Þór Sigmundsson - Blue Jean Queen.

The Smiths - There Is A Light That Never Goes Out.

BSÍ - Vesturbæjar beach.

Beyoncé - 16 Carriages.

YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.

Björgvin Halldórsson- Dagar Og Nætur.

Vampire Weekend - Oxford Comma.

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

14. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,