Morgunútvarpið

28. ágúst - Stjórnmál, BRICS og bókabrennur

Sunnlenska nýsköpunarfyrirtækið Orkídea er þátttakandi í Evrópuverkefni sem var tilkynnt um á dögunum. Verkefnið styður þróun á sjálfbærum virðiskeðjum með endurnýjanlegri orku til svara þörfum bænda. Orkídea hlýtur um 44 milljónir króna og er það í annað sinn sem verkefnið er styrkt af ESB. Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Orkideu kom til okkar til segja okkur betur út á hvað þetta allt saman gengur.

Sex nýjum löndum var boðið ganga inn í hið svokallaða BRICS-bandalag loknum leiðtogafundi BRICS-ríkjanna á dögunum. Við ræddum BRICS-ríkin og efnahagslega getu þeirra við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, og spurðum hvort BRICS ríkin komi til með veita Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og dollaranum samkeppni á næstu árum.

Líf hefur kviknað í áratugadeilu sem hafði legið í dvala í örstund: flugvallardeiluna. Við fengum til okkar Eirik Bergman prófessor í stjórnmálafræði jafnt til rifja upp sögu deilunnar og hvar hagsmunir og pólitík liggur í þeim. Svo fórum við yfir flokksráðsfundi VG og Sjálfstæðisflokks frá liðinni helgi með honum.

Dönsk stjórnvöld ætla leggja fram frumvarp sem ætlað er koma í veg fyrir ósæmilega meðferð á hlutum sem eru trúarlegs eðlis, en það er gert í kjölfar þess nokkuð hefur borið á kóranbrennum í Danmörku og Svíþjóð. Þannig verður til mynda bannað brenna trúarrit á almannafæri. En hvernig er þessum málum háttað hér á landi? brenna trúarrit á Austurvelli án afleiðinga? og hvar liggja mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu? Við ræðum þessi mál við Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann, sem einnig er formaður Lögmannafélags Íslands.

Á mánudögum förum við yfir tíðindi úr heimi íþróttanna í lok þáttar, og á því var engin undantekning í dag þegar Kristjana Arnardóttir, íþróttafréttakona, kom til okkar.

Frumflutt

28. ágúst 2023

Aðgengilegt til

27. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,