Morgunútvarpið

21. des.- Matarverð, gosstöðvar, iðnnám, Trump, jólaverkin, sendiherra

Heimilisrekendur landsins finna kannski hvað best fyrir því verð á matvöru hefur hækkað þegar hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti með öll sín innkaup. Verð á jólamat hækkaði um 6-17% milli ára, samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Benjamin julian segir okkur betur frá því.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, kemur til okkar upp úr hálf átta. Við ætlum taka stöðuna á gosstöðvunum á Reykjanesskaga.

Auka þarf heim­ild­ir skóla til fjölga nem­end­um í rafiðngrein­um og öðru iðn- og verk­námi. Iðnskól­ar eru fljót­ir borga sig. Þetta segir Baldvin Björgvinsson, formaður Félags kennara í rafiðngreinum í grein í Morgunblaðinu í gær. Til ræða þessi mál kemur til okkar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza var frestað í annað sinn í fyrradag því ekki náðist eining um orðalag. Þá er ekki síst horft til þess hvaða orðalag gæti fengið Bandaríkin til sitja hjá frekar en beita neitunarvaldi sínu. Við ræðum málin við Silju Báru Ómarsdóttur. Líka þá staðreynd áfrýjunardómstóll í Colorado hefur komist því Trump óframboðshæfur í forvali til forsetakosninganna.

Jólaundirbúningur er á hápunkti á flestum heimilum um þessar mundir en þó getur verið erfitt almennilega utan um skipulagið. Hvenær á pússa silfrið og útbúa rauðkálið? Eru einhverjar reglur þegar kemur því strauja dúkinn eða þeyta rjómann Í dag eru þrír dagar til jóla og því ekki seinna vænna en fara yfir þessi mál. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans skólar okkur til í þættinum.

Tillaga Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um skipa Svanhildi Hólm Valsdóttur til sendiherra hefur vakið undrun margra. Við ræðum málið við Andrés Jónsson almannatengil.

ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Minn Eini Jólasveinn.

COLDPLAY - Let Somebody Go (ft. Selena Gomez).

BAGGALÚTUR & DÍSA JAKOBS - Styttist í það.

Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Gömul kynni.

BROOKLYN FÆV - Sleðasöngurinn.

DARLENE LOVE - All alone on Christmas.

BOBBY HELMS - Jingle Bell Rock.

Frumflutt

21. des. 2023

Aðgengilegt til

20. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,