Morgunútvarpið

11. júlí - Eldgos, ÖBÍ, sumarfrí barna, vatn og vísindi

Við hófum daginn á því taka stöðuna hjá Almannavörnum vegna gossins á Reykjanesskaga. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna kom til okkar.

Ekkert eftirlit er með því hvort handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk séu rukkaðir fyrir leggja í einkareknum bílastæðahúsum. Í umferðarlögum segir handhafa stæðiskorts ?heimilt leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði án sérstakrar greiðslu?. Innviðaráðuneytið heldur enga skrá yfir gjaldskyld bílastæði og hvorki ráðherra undirstofnanir hafi eftirlitsheimildir með einkaaðilum sem reka slík bílastæði. Til ræða þetta komu til okkar Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands og Bergur Þorri Benjamínsson formaður málefnahóps um aðgengi og verkefnastjóri hjá ÖBÍ

Svo ætlum við aðeins spá í sumarfríi barnanna en foreldrar eru margir verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig eigi verja sumarfrísdögunum. Nei ég segi svona. Við ræddum öryggi og heilsu barna í sumarfríinu við Helgu Maríu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna var gestur þáttarins. Við ræddum vatnsbúskapinn og stöðuna á borholum Veitna vegna skjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga. Í kjölfar stærsta skjálftans í aðdraganda gossins, sem mældist 5,2, hefur grugg aukist í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni.

Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar eins og alla jafna annan hvern þriðjudag. Hann talaði við okkur um sólina og hættur af henni meðal annars.

Tónlist

Björgvin Halldórsson, Friðrik Dór Jónsson - Dagar og nætur.

KLARA ELIAS - Nýjan stað.

FUN LOVIN' CRIMINALS - Scooby Snacks.

SIGRÚN STELLA - My Crazy Heart.

U2 - Stay (Faraway So Close).

MUGISON - Stóra stóra ást.

TRAIN - Drops of Jupiter.

Spandau Ballet - Gold.

Frumflutt

11. júlí 2023

Aðgengilegt til

10. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,