Morgunútvarpið

6. júlí - Jarðhræringar, lúxus þyrluflug og fljúgandi heimsendingar

Við ætlum ekki missa af sekúndu í þeim hræringum sem eru í gangi á Reykjanesskaganum. Fer gjósa í dag eða eru lætin bara búin? Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands kom til okkar til ræða mál málanna.

Það eru þónokkrar einkaþotur lagðar á Reykjavíkurflugvelli þessi dægrin en ferðamenn sem eru loðnir um lófana eru gjarnir á þyrlur til skutla sér á hina ýmsu áfangastaði vítt og breitt um landið. Jón Þór Þorleifsson þyrluflugmaður hjá HeliAir mætti til okkar til tala um lúxuskúnnana í þyrlubransanum.

Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorða grein um ríkisstjórnarsamstarfið í Morgunblaðið í gær. Við spjölluðum við hann betur um samstarfið og stöðuna á milli ríkisstjórnarflokkanna þriggja.

Heimsendingaþjónustan aha.is er farin bjóða uppá heimsendingar af himnum ofan. Er það kannski framtíðin við munum sjá dróna á flugi með íssendingu í garðpartýið? Til segja okkur meira komu til okkar Katrín Ósk Einarsdóttir rekstrarstjóri og Maron Kristóferssson, framkvæmdastjóri og eigandi aha.is.

Fjölskyldu og tónleikahátíðin Kótelettan fer fram á Selfossi um helgina. Auk veglegrar tónleikaveislu ber yfirleitt hæst grillkeppnin þar áhugamenn sem og fagaðilar keppa um titilinn Grillmeistarinn 2023. Þá er hægt styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með kótelettukaupum. Til segja okkur nánar frá þessu heyrðum við í skipuleggjanda Kótelettunnar Einari Björnssyni.

Tónlist

BUBBI MORTHENS - Fallegur Dagur.

VAN MORRISON - Brown Eyed Girl.

BOB MARLEY & THE WAILERS - Sun is shining.

JÚNÍUS MEYVANT - Hailslide.

BJARNI ARASON - Þegar sólin sýnir lit.

THE COMMON LINNETS - Calm After The Storm (Eurovision 2014 Holland).

ÖNNU JÓNU SON - Almost over you.

NÝDÖNSK - Alelda.

U2 - Summer of Love.

Frumflutt

6. júlí 2023

Aðgengilegt til

5. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,