Morgunútvarpið

5. júlí - jarðskjálftar, golf, Hrafntinnusker og falllína

Við spjölluðum við Elísabetu Pálmadóttur náttúruvásérfræðing hjá Veðurstofu Íslands í upphafi þáttar en ansi mörg á Suðvesturhorninu vöknuðu við jarðskjálfta sem áttu upptök sín við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan fjögur í nótt.

Við kynntum okkur tvennt sem tengist golfvöllum. Hönnun þeirra og hvað er haft leiðarljósi þar sem og mat á kolefnisstöðu landnýtingar íslenskra golfvalla. Edwin Roald golfvallahönnuður kom til okkar en hann vinnur golfvallarannsókn ásamt Jóni Guðmundssyni lektor við Umhverfis- og auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands en verið er meta kolefnisstöðu landnýtingar íslenskra golfvalla til leggja grunn mælanlegum framförum golfhreyfingarinnar á því sviði.

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom til okkar til ræða stærstu sekt Persónuverndar sem lögð hefur verið á. Í gær var tilkynnt CreditInfo væri gert greiða 37,8 milljónir vegna vöktunar þeirra á skuldum fólks sem tekið hafði smálán og stóð í vanskilum.

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins kom til okkar. Hún fékk nýverið svar við fyrirspurn sinni á Alþingi um veru og veiðar rússneskra skipa á Reykjaneshrygg og njóta hafnarþjónustu í Færeyjum. Við ræddum það en einnig samstarf ríkisstjórnarflokkanna í ljósi forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Svo fengum við heyra hvernig stemningin er á hálendinu. Rémy Martinache er skálavörður í skála Ferðafélags Íslands við Hrafntinnusker og þar er nóg um vera þessa dagana.

Mega Zipline Iceland, sem er opna sviflínu úr Kömbunum yfir Svartagljúfur og niður í Reykjadal, mun opna fyrir almenning á föstudaginn. Á morgun hins vegar verður sérstök opnunarathöfn þar sem fyrsta "Superman"-ferðin verður farin en í þeirri ferð liggur viðkomandi með höfuðið á undan og kemst þá upp í allt 120 km hraða. Mega Zipline Iceland ætlar bjóða einstaklingum og fyrirtækjum bjóða í ferð til tryggja sér fyrstu ferðina og mun allur ágóði renna óskiptur til ME-félagsins á Íslandi. Til segja okkur nánar frá þessu var Hallgrímur Kristinsson hjá Mega zipline Iceland á línunni hjá okkur.

Tónlis

GDRN - Parísarhjól

A-HA - Foot Of The Mountain

COLDPLAY - Higher Power

KLARA ELIAS - Nýjan stað

JENNIFER LOPEZ - Ain't Your Mama

DURAN DURAN - Ordinary World

THE WEEKND - Save Your Tears

Frumflutt

5. júlí 2023

Aðgengilegt til

4. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,