Morgunútvarpið

16. júní - Partygate, blótsyrði og Eurovision

Í vikunni hefur mikil umræða verið um raforku og forgangsröðun í henni til gagnavera og jafnvel bitcoin graftar. Við höfum meðal annars rætt málið hér í Morgunútvarpinu og ætlum halda því áfram. Til okkar komu Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka Iðnaðarins, og Björn Brynjúlfsson, formaður Samtaka gagnavera og forstjóri Boralis Data Center

Það er föstudagur og því full ástæða til ræða Partygate. Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands hefur verið fundinn sekur um hefja ófræingarherferð gegn þeim sem rannsökuðu hið svokallaða partygate mál hans en málið snýst um veisluhöld í Downing stræti á tímum kórónuveirufaraldursins. Við hringdum í Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith sem búsett er í Bretlandi.

Fréttir vikunnar verða krufðar með sviðslistafólki í dag en einn af hápunktum vikunnar var afhending Grímuverðlaunanna. Við fengum til okkar verðlaunahafa og kynni af hátíðinni, þau Björgvin Franz Gíslason og Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur.

Blótsyrði eru misstór hluti af daglegum orðaforða þjóðarinnar. Sum nota þau óspart, önnur aðeins ef allt er farið í hurðalaust helvíti. Orð og tunga, árlegt tímarit Stofnunar Árna Magnússonar, er þessu sinni tileinkað blótsyrðum þar sem kafað er á málvísindalegan máta í sagnirnar fokka, og rýnt í setningarfræði blótsyrða svo fátt eitt nefnt. Við spjölluðum við Helgu Hilmisdóttur rannsóknardósent og Ellert Þór Jóhannsson rannsóknarlektor sem jafnframt eru ritstjórar tímaritsins um blótsyrði.

Búið er opna fyrir innsendingar í Söngvakeppnina 2024 og er það víst einfalt mál senda inn. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Söngvakeppninnar kom til okkar og fer yfir þetta.

Tónlist

FRIÐRIK DÓR - Hvílíkur dagur.

Bjartmar Guðlaugsson - Velkomin á bísann.

ROMY - Enjoy Your Life.

DAÐI FREYR - Whole Again.

WHEATUS - Teenage Dirtbag.

ICY - Gleðibankinn.

Frumflutt

16. júní 2023

Aðgengilegt til

15. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,