Morgunútvarpið

10. júl - Úkraína, Vestmannaeyjar, Hallormsstaður, Ögur og Reykjanes

Þættinum bárust tvær öflugar stoðsendingar af Hljóðvegi 1 hér á Rás 2 í dag. Steiney Skúladóttir einn stjórnenda þáttarins varði helginni á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum og tók meðal annars viðtal við Kristínu Jóhannsdóttur safnstýru í Eldheimum.

Börkur Gunnarsson skólastjóri Kvikmyndaskólans er staddur í Úkraínu til klára heimildamynd um innrás Rússa sem hófst fyrir meira en 500 dögum síðan.

Ísland stendur sig illa þegar búið er meta hver neikvæð smitáhrif landsins eru á önnur ríki, með tilliti til sjálfbærni og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Við erum öflugir neytendur, kolefnissporið okkar er með því hæsta í heimi og íslenska hringrásarhagkerfið er afar óþroskað. Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands kom til ræða þessi mál.

Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur var gestur þáttarins.

Og þá póstkortinu frá Jóhanni Alfreð Kristinssyni í Hljóðvegi 1. Um helgina var hann staddur fyrir austan og hitti þar pólsk systkini se ásamt samlanda sínum opnuðu á dögunum kaffihúsið Inn í Skógi við bensínstöðina í Hallormsstaðarskógi. Þau hafa verið búsett á Íslandi í örfá ár og sinna rekstrinum samhliða öðrum störfum. Hljóðvegur 1 ferðaðist um Austurland um helgina og tók hús á þessari nýju viðbót fyrir ferðalanga í fjórðungnum. Við heyrðum viðtal Jóhanns við þau Kacper Zabczyk og Sylwiu Gold, tvö af stofnendum kaffihússins á vettvangi.

Ögurballið goðsagnakennda verður haldið næstu helgi á Ögri í Ísafjarðardjúpi. María Sigríður Halldórsdóttir einn skipuleggjenda ballsins mætti í hljóðver.

Og sportið var sjálfsögðu á sínum stað. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttakona er á vaktinni í dag og mætti til fjalla um helstu íþróttafréttir helgarinnar.

Tónlist

NÝDÖNSK - Á plánetunni jörð.

FLOTT - L'amour.

LAY LOW - By And By.

MARK RONSON & BRUNO MARS - Uptown Funk.

BEYONCE - Blow.

CELEBS - Bongó, blús & næs.

Empire of the sun - Walking On A Dream.

THE SOURCE ft. CANDY STATON - You Got The Love (New Voyager Radio Edit).

CELESTE - Love Is Back.

Frumflutt

10. júlí 2023

Aðgengilegt til

9. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,