Morgunútvarpið

24. júlí - Akureyri, alkóhólismi, útihlaup og Snæfellsnes

Á bænum Ytri Brennuhól í Hörgársveit er rekinn markaðurinn Fröken Blómfríður. Það er mikil upplifun koma á markaðinn sem hefur geyma ótrúlegustu muni. Áslaug Hildur Harðardóttir, önnur markaðskvennanna baki Fröken Blómfríði, tók á móti okkur.

Það eru sannarlega margir af erlendu bergi brotnu sem sinna þjónustustörfum þetta sumarið. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar og sum hafa ljóta sögu segja af vinnuveitendum sínum sem virða ekki hvíldartíma, lágmarkslaun og önnur sjálfsögð réttindi. Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ var á línunni.

Efnaskiptaaðgerðir á borð við magaermi og hjáveituaðgerðir færast sífellt í aukana en þær geta haft í för með sér ófyrirséðar aukaverkanir. Starfsfólk SÁÁ vinnur því reyna kortleggja áhrif efnaskiptaaðgerða á áfengissýki en vísbendingar eru um eftir slíkar aðgerðir fólk í aukinni hættu á glíma við alkóhólisma. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi kom til ræða þessa aukaverkun.

Og Arnar Pétursson hlaupari var gestur þáttarins. Hann lauk nýverið við Laugavegshlaupið en þegar tæpur mánuður er í Reykjavíkurmaraþonið færist áhersla helstu hlaupara landsins af utanvegshlaupunum og á maraþonhlaup á malbiki. Arnar sagði frá því hvernig best undirbúa sig fyrir hlaup sumarsins.

Þá barst póstkort frá Hljóðvegi 1 en Jóhann Alfreð Kristinsson var á Snæfellsnesi um helgina. Þar fór hann í bíltúr með landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði, út Skálasnaga þar sem stendur Skálasnagaviti og Saxhólabjarg sem nefnist Svörtuloft af sjó. Jóhann ræddi við Evu Dögg Einarsdóttur, yfirlandvörð og Jóhönnu Friðsemd Kristinsdóttur, sem starfar sem landvörður á svæðinu í sumar.

Við hófum þáttinn á Akureyri og við ljúkum honum þar. Óðinn Svan Óðinsson íþróttafréttamaður kom sér fyrir í hljóðveri RÚV á Akureyri og sagði allt af létta varðandi íþróttir helgarinnar, heimsmeistaramótið í knattspyrnu og allt hvað eina.

Tónlist

OF MONSTERS & MEN - Little Talks.

CAROLINE POLACHECK - Smoke.

EMMSJÉ GAUTI & HELGI SÆMUNDUR - Tossi.

VÖK - Miss confidence.

BUBBI MORTHENS - Ísbjarnarblús.

SIGUR RÓS - Gold.

GDRN - Parísarhjól.

BJÖRK - Bella Símamær.

THE WEEKND - Starboy (feat. Daft Punk).

SAM SMITH - I'm Not Here To Make Friends.

Frumflutt

24. júlí 2023

Aðgengilegt til

23. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,